Umhverfis- og menningardagur Grundfirðinga

Umhverfis- og menningardagur Grundfirðinga verður laugardaginn 20. maí nk. Dagurinn er haldinn að tillögu fræðslu- og menningarmálanefndar og einstaklinga í bænum. Sjá dagskrá með því að smella hér.

Fjölskyldustefna Grundfirðinga samþykkt

Á fundi sínum þann 15. maí sl. samþykkti bæjarstjórn  Fjölskyldustefnu Grundfirðinga.   Í fjölskyldustefnu eru sett markmið um að styðja enn betur við fjölskyldur í sveitarfélaginu og þar eru einnig ákveðnar leiðir að þeim markmiðum, verkefni sem eru tímasett og falin ákveðnum ábyrgðaraðilum til framkvæmdar.

Kjörskrá á vefnum

Opnuð hefur verið upplýsingasíða á vef Grundarfjarðarbæjar um kosningarnar 27. maí nk. Þar er m.a. hægt að kanna hvort einstaklingur sé á kjörskrá í Grundarfirði með því að slá inn kennitölu viðkomandi. Eftir því sem næst verður komist er Þessi möguleiki aðeins í boði hjá fáum sveitarfélögum. Eftir sem áður liggur kjörskrá frammi á bæjarskrifstofunni og á bókasafninu.  

Útboð

Jeratún ehf. óskar hér með eftir tilboðum í verkið; Fjölbrautaskóli Snæfellinga – Lagnir í lóð og fleira 2006.   Um er að ræða lagnir í lóð og fleira ásamt tilheyrandi jarðvinnu á lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Verklok eru 10. júlí 2006.  

Hitaveita: upplýsingar fyrir húsbyggjendur

Tillaga að tækjagrind með bráðabirgðahitun, ætlað til upplýsinga fyrir húsbyggjendur og verktaka í nýbyggingum, er nú hægt að skoða hér á síðunni. Hægt er nálgast skjalið með því að smella hér en einnig er það aðgengilegt undir hlekknum hitaveita hér á hægri væng síðunnar.

Landnemaskólanum lokið

Fimmtudaginn 11. maí sl. var við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga útskrifaður fyrsti nemendahópurinn í svokölluðum Landnemaskóla. Símenntunarmiðstöð Vesturlands hafði veg og vanda af náminu sem ætlað er fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið byggist á fjórum námsþáttum: íslensku, samfélagsfræði, tölvum og stjalfstyrkingu og samskiptum.   Fyrsti útskriftarhópur úr Landnemaskólanum      

Gróðursetningarátak

Grundarfjarðarbær hefur keypt 200 stk af öspum sem á að gróðursetja víðsvegar í bænum. Föstudaginn 12. maí sl. voru fyrstu aspirnar settar niður við vestanverða Grundargötu, að hesthúsabyggð. Á næstu dögum verða gróðursettar aspir meðfram Grundargötu frá hafnargarði að fyrsta húsinu við austanverða Grundargötu. Einnig verða settar plöntur í Sæból, meðfram lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga og meðfram Torfabót. Fleiri plöntur verða settar á grunnskólalóð auk þess sem nokkrar verða settar niður á lóð áhaldahúss/bóksafns. Þórður Runólfsson skógfræðingur frá Lágafelli í Miklaholtshreppi sér um að planta öspunum. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir vikulok.    

Mesta fjölgun kjósenda á Vesturlandi

Mesta fjölgun kjósenda á Vesturlandi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum er í Grundarfirði. Kjósendur á kjörskrá í Grundarfirði við sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. eru 631 en voru 581 við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Fjölgunin nemur 50 manns eða 8,6%. Á landinu öllu eru kjósendur 5,5% fleiri en við kosningarnar 2002 og á Vesturlandi er fjölgunin 3%.  

Bæjarstjórnarfundur

69. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn mánudaginn 15. maí 2006 kl. 17.00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá fundarins.   Bæjarstjóri

Innritun í Tónlistarskólann

Innritun fyrir skólaárið 2006-2007 fer fram 12. – 26. maí 2006   Allir nemendur Tónlistarskólans og Grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í Hrannarbúðinni, Tónlistarskólanum og hjá ritara Grunnskólans.