Í kvöld, fimmtudagskvöld verður Veðramót, mynd Guðmnýjar Halldórsdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni kl. 21. Tryggvi Gunnarsson, sem tók þátt í gerð myndarinnar situr fyrir svörum eftir myndina en hún hefur verið tilnefnd til 11 Edduverðlauna.
Á morgun er svo fyrra námskeið í konfektgerð sem Andrés og Óskar Andreasen bakarameistarar leiða. Fullt er orðið á námskeiðið en möguleiki er á að skrá sig á námskeið á laugardag í síma 899 1782. Annað kvöld verða svo tvær verðlaunastuttmyndir