Er lögheimilið þitt rétt skráð ??

Nú er afar áríðandi að athuga hvort lögheimili manna er rétt skráð.  Allir þurfa að vera með lögheimili sitt skráð á réttum stað fyrir 1. desember n.k.  Margs konar óþægindi geta hlotist af ef lögheimili er skráð annars staðar en heimili manns er svo sem að nauðsynlegar tilkynningar og annar póstur berist ekki fyrr en seint og um síðir.   Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is  

Norræna bókasafnavikan

Í ljósaskiptunum – „Konan í Norðri” Mánudaginn 12. nóvember 2007 kl. 18 verður slökkt á rafljósum og kveikt á kertum og lesið fyrir fullorðna úr bók Sigrid Undset: „Kristin Lafranzdóttir“, Kransinn. Börnin koma líka og fá sögu um Ronju ræningjadóttur eða Línu langsokk. Kertaljós og rómantík. Kaffi, te og safi fyrir gesti. Bibliotek.org   Alla vikuna verða kynningar á verkum norrænna kvenna. Kertaljós, heitar vöfflurog huggulegheit í rökkrinu.  

Margrét EA, rauð, er að dæla síldinni upp úr nótinni hjá Súlunni EA

Mokveiði hjá síldarskipunum á Grundarfirði. Í gær voru átta skip á við veiðar og var aflinn mjög góður.   Hér má sjá myndir frá Gunnari Njálssyni af síldveiðiskipunum . Gunnar tók þessar myndir um síðustu helgi. Þar sést Margrét EA, rauð, er að dæla síldinni upp úr nótinni hjá Súlunni EA inni á miðjum Grundarfirði.   Fleiri myndir  

Á döfinni á Rökkurdögum

Í kvöld, fimmtudagskvöld verður Veðramót, mynd Guðmnýjar Halldórsdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni kl. 21. Tryggvi Gunnarsson, sem tók þátt í gerð myndarinnar situr fyrir svörum eftir myndina en hún hefur verið tilnefnd til 11 Edduverðlauna. Á morgun er svo fyrra námskeið í konfektgerð sem Andrés og Óskar Andreasen bakarameistarar leiða. Fullt er orðið á námskeiðið en möguleiki er á að skrá sig á námskeið á laugardag í síma 899 1782. Annað kvöld verða svo tvær verðlaunastuttmyndir

Jafnréttisfræðsla í leikskólum og grunnskólum

Nýtt verkefni sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í skólastarfi, þ.e. í leikskólum og grunnskólum, er að hefja göngu sína. Með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tækifæri til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína á eigin forsendum óháð staðalmyndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali.

Hópleikurinn þessa vikuna!

Nú gáfu Trukkarnir í   Það virðist vera komið nokkuð gott skrið á Trukkana, því þeir halda 1. sætinu með 9 stig skoruð. Þó er einn Liverpoolhópurinn farinn að sækja aftur í sig veðrið því Alonso er kominn í 2. sætið.

Leikskólinn Sólvellir fær grænfánann

Miðvikudaginn 7. nóvember fékk Leikskólinn Sólvellir  afhentan grænfánann sem er  umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.  Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um  umhverfismál. Rannveig Thoroddsen frá Landvernd kom og afhenti okkur fánann. Við það tilefni komu foreldrar og aðrir gestir til að vera viðstaddir. Nemendur úr 1. bekk komu einnig en þeir hafa unnið að þessu verkefni þegar þeir voru í leikskólanum. Rannveig afhenti elstu nemendum leikskólans fánann og fóru þau með hann út  þar sem honum var flaggað á flaggstönginni. Til að fræðast meira um grænafánann er hægt að fara inn á heimasíðu hans http://www.landvernd.is/graenfaninn/   Hér má sjá myndir

Útivistarreglurnar

 

Stjórn HSH vill minna á að

Aðildarfélög HSH skili árlega tilnefningu eins íþróttamanns hverrar iðkaðrar greinar viðkomandi félags, til aðalstjórnar eigi síðar en 10. nóvember.   Með tilnefningunni skal fylgja greinargerð um íþróttalegan árangur, svo sem met, ástundun við æfingar og fl.     Miðað skal við viðkomandi sé 15 ára og eldri.   Hvert fagráð velur íþróttamann sinnar greinar úr tilnefningum sem borist hafa frá aðildarfélögum.   http://www.hsh.is

Auglýsing eftir umsóknum um lausa leiguíbúð fyrir eldri borgara

Íbúð nr. 4 í Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar.  Íbúðin er 57,5 fermetrar að stærð. Í Hrannarstíg 18 eru átta íbúðir fyrir eldri borgara og eru gerðir um þær „leigusamningar með hlutareign“.  Greiða þarf búseturéttargjald sem getur verið á bilinu 10 - 20% af kostnaðarverði íbúðarinnar framreiknuðu með Byggingavísitölu.  Leiguverð ræðst af hlutfalli hlutareignar/búseturéttargjaldi sem viðkomandi greiðir. Húsnæðið Hrannarstígur 18 er sambyggt Dvalarheimilinu Fellaskjóli og er innangengt þar á milli.   Um leigu íbúðarinnar gilda reglur Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara.  Reglur þessar kveða á um tekju- og eignamörk og aðrar aðstæður umsækjanda sem koma til mats við úthlutun íbúða í Hrannarstíg 18.  Um úthlutun leiguíbúða, tekju- og eignamörk og aðra þætti sem koma til mats við úthlutun íbúðanna gildir einnig reglugerð nr. 873/2001.