Frétt á vef Skessuhorns:
Stærsta fiskveiðiskip Íslendinga, Vilhelm Þorsteinsson EA, kom að landi í Grundarfirði í gærkvöldi og landaði 500 tonnum af frystri síld sem fékkst í Grundarfirði síðustu fimm daga. Aflinn verður nú geymdur í nýja frystihóteli Snæfrosts sem nýverið var tekið í notkun. Síðustu vikurnar hafa veiðst um 60 þúsund tonn af síld í Grundarfirði og hingað til hefur aflanum verið siglt langar leiðir til löndunar, en með komu Vilhelms Þorsteinssonar nú hefur orðið ákveðin breyting þar á því Vilhelm er fyrsta skipið sem landar síld í Grundarfirði á þessari síldarvertíð.