Nemendur, foreldrar og forráðamenn.

Vikuna 10-14 des. standa yfir æfingar og undirbúningur vegna jólatónleika tónlistarskólans sem haldnir verða sunnudaginn 16 des. kl. 17:00  í  félagsmiðstöðinni Eden. Viðbúið er að einhver uppstokkun verði á stundatöflum nemenda skólans þessa viku. Síðasti kennsludagur í tónlistarskólanum fyrir jól er föstud. 14 des. og fyrsti kennsludagur eftir jólafrí verður fimmtud. 3. jan.   Allir eru velkomnir á Jólatónleikana og vonumst við til að sjá sem flesta.   Kveðja Tónlistarskólinn.  

Bæjarstjórnarfundur

86. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu mánudaginn 10. desember 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar var á þá leið, hvað kertið er kallað sem við kveikjum fyrst á á aðventukransinum. 80 manns svöruðu spurningunni og voru 65 með rétt svar. Fyrsta kertið er kallað Spádómskerti.

Nýjar bækur á bókasafninu

Nýjar bækur eru komnar í hillur og fleiri á leiðinni. Kíkið á vefsíðuna. Mikið inni af nýlegum bókum. Jólablöð og jólabækur, nýjar enskar kiljur og tímarit í úrvali. Nú má fara að panta jólaóvissubókapakka fyrir jólin. Bókasafn Grundarfjarðar. 

Aðventukvöld í Grundarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 9. desember n.k. kl. 20.30 verður aðventukvöld í Grundarfjarðarkirkju með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá að venju.  Kirkjan býður öllum að koma og eiga notalega stund og hvíld frá erli jólaundirbúningsins. 

Minningargjöf

Mynd 1.   Krabbameinsdeild Grundarfjarðar bárust höfðinglegar gjafir í gær, þegar Magnús Álfsson afhenti 5 olíu málverk af Kirkjufellinu til minningar um konu sína Aðalheiði Magnúsdóttur sem lést á liðnu ári úr krabbameini.   Deildin mun vera með málverkin til sölu á netinu og þar er hægt að gera tilboð í þau með því að senda tölvupóst á netfangið hgrund@vdsl.is eða í verkalýðsfélagsins við BorgarbrautHægt verður að gera tilboð í málverkin til 16 desember og er lámarks boð í hvert málverk 30.000 kr. Myndirnar eru til sýnist í húsi verkalýðsfélagsins við Borgarbraut.   Hér má sjá allar myndirnar  

Mareind ehf. opnar nýja verslun

Frétt á heimasíðu Mareindar ehf.:     Laugardaginn 1. desember kl.14.00 opnaði Mareind nýja tölvu og skrifstofutækjaverslun með miklu úrvali af tölvum, prenturum og öðrum tölvuvörum.   Fjöldinn allur af góðum viðskiptavinum mættu í opnunina og nýttu sér fjöldamörg opnunartilboð sem í boði voru á tölvum og tölvuvörum.  

Fyrstu síldinni landað í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns: Stærsta fiskveiðiskip Íslendinga, Vilhelm Þorsteinsson EA, kom að landi í Grundarfirði í gærkvöldi og landaði 500 tonnum af frystri síld sem fékkst í Grundarfirði síðustu fimm daga. Aflinn verður nú geymdur í nýja frystihóteli Snæfrosts sem nýverið var tekið í notkun. Síðustu vikurnar hafa veiðst um 60 þúsund tonn af síld í Grundarfirði og hingað til hefur aflanum verið siglt langar leiðir til löndunar, en með komu Vilhelms Þorsteinssonar nú hefur orðið ákveðin breyting þar á því Vilhelm er fyrsta skipið sem landar síld í Grundarfirði á þessari síldarvertíð.

Stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði formlega hafin

Bæjarstjóri lýsir í grein helstu verkefnum sem tekist verður á við í stefnumótun í ferðaþjónustu sem vinna er hafin við.  Ráðgjafafyrirtækið ALTA hefur tekið verkefnið að sér og verður það unnið á tímabilinu nóvember 2007 - apríl 2008.   Hér má sjá greinina í heild.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktar um aðgang íbúa í dreifbýli að háhraðatenginum

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 22. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktar að allt of lengi hafi dregist að efla fjarskiptabúnað í dreifbýli.  Íbúar landsins sitja ekki við sama borð varðandi öryggi og möguleika til þátttöku í upplýsingasamfélagi nútímans.  Bæjarráð skorar á Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið að vinna að úrbótum með meiri hraða og á skilvirkari hátt en verið hefur."   Ályktun bæjarráðsins verður komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið.