Myndir af síldveiðiskipum á Grundarfirði

      Nú eru átta síldveiðiskip á Grundarfirði og þar af liggur eitt við bryggju. Skipin eru að veiðum nokkuð nálægt landi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.   Hér má sjá nokkrar myndir af síldveiðiskipunum sem teknar voru  í dag.

Stærsta síldarkast Íslandssögunnar

  Geysilegur síldarafli hefur verið í Grundarfirði í þessari viku og hvert aflametið slegið af fætur öðru. Síldarbátarnir hafa í þessari viku tvíslegið met sem svo sannarlega eiga eftir að komast í sögubækurnar, segja skipstjórar sem Skessuhorn ræddi við. Þeir segja að síldin hafi undanfarna daga öll verið að færast í aukana. Ef þrátt fyrir gríðarlegt magn síldar hefur Hafró ekki enn mætt á svæðið til rannsókna og mælinga á síldarstofninum í Grundarfirði. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorn eru síldarmælingar stofnunarinnar ekki fyrirhugaðar í firðinum fyrr en í febrúar á næsta ári, en hvort síldin verði þá enn til staðar, skal með öllu ósagt látið.   Tekið af vef www.skessuhornid.is

LANDAÐUR AFLI Í GRUNDARFJARÐARHÖFN Í Október

Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiptur eftir tegundum árin 2004 til 2007. Tegundir 2007   2006    2005    2004   Þorskur 135.975    Kg 63.808    Kg 162.675 Kg 232.498 Kg Ýsa 192.218    Kg 195.421    Kg 202.256 Kg 361.156 Kg Karfi 175.176    Kg 178.391    Kg 110.704 Kg 32.530 Kg Steinbítur 107.386    Kg 43.592    Kg 81.737 Kg 67.521 Kg Ufsi 62.318    Kg 44.925    Kg 62.860 Kg 20.401 Kg Koli 101.451     Kg             Beitukóngur 66.954    Kg 4.270    Kg 49.028 Kg 42.145 Kg Sæbjúga 0    Kg 0    Kg 16.727 Kg 0 Kg Langa 18.317    Kg 34.190    Kg 23.033 Kg 3.770 Kg Skötuselur 12.571    Kg 14.725    Kg 30.550 Kg 270 Kg Síld 0    Kg 0    Kg 289.552 Kg 0 Kg Gámafiskur 0    Kg 406.409    Kg 357.088 Kg 413.460 Kg Aðrar tegundir 11.084    Kg 16.465    Kg 16.489 Kg 38.210 Kg Samtals 883.450    Kg 1.002.196    Kg 1.402.699 Kg 1.211.961 Kg Gámafiskur er  að stærstum hluta Ýsa - Steinbítur og Þorskur

LANDAÐUR AFLI Í GRUNDARFJARÐARHÖFN Í Október

  Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiptur eftir tegundum árin 2004 til 2007.   Tegundir 2007   2006   2005   2004   Þorskur 136 Kg 64 Kg 163 Kg 232 Kg Ýsa 192 Kg 195 Kg 202 Kg 361 Kg Karfi 175 Kg 178 Kg 111 Kg 33 Kg Steinbítur 107 Kg 44 Kg 82 Kg 68 Kg Ufsi 62 Kg 45 Kg 63 Kg 20 Kg Koli 101 Kg             Beitukóngur 67 Kg 4 Kg 49 Kg 42 Kg Sæbjúga 0 Kg 0 Kg 17 Kg 0 Kg Langa  18 Kg 34 Kg 23 Kg 4 Kg Skötuselur 13 Kg 15 Kg 31 Kg 270 Kg Síld 0 Kg 0 Kg 290 Kg 0 Kg Gámafiskur 0 Kg 406 Kg 357 Kg 413 Kg Aðrar tegundir  11 Kg 16 Kg 16 Kg 38 Kg Samtals 883 Kg  1002196 Kg  1402699 Kg 1211961 Kg   Það sem stendur á bak við Gámafisk er  að stærsturm hluta Ýsa - Steinbítur og Þorskur   - HG 

Jónas Hallgrímsson á vefnum

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember ár hvert. Ný vefsetur hafa verið opnuð til heiðurs listaskáldinu góða Jónasi Hallgrímssyni, á afmælisdegi skáldsins:   Íslensk náttúra í ljóðum - Jónas Hallgrímsson   Jónas Hallgrímsson - Heimildir, ljóð og sögur  Bókasafn Grundarfjarðar

Sögulegur samningur var undirritaður við hátíðlega athöfn í Sögumiðstöðinni.

    Um er að ræða samstarfssamning milli Grundarfjarðarbæjar og Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar en samkvæmt þessum samningi mun Grundarfjarðarbær leggja Sögumiðstöðinni til 4 milljónir króna árlega fram til ársins 2012 en síðan mun samningurinn framlengjast sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi honum ekki verið sagt upp fyrir 2012. Með þessum samningi telja forsvarsmenn Sögumiðstöðvarinnar að rekstrargrundvöllur sé tryggður og áfram hægt að halda við það menningarstarf sem þar hefur verið hleypt af stokkunum. „Sögumiðstöðin á að vera menningarmiðstöð Grundfirðinga og miðstöð ferðamanna sem sækja Grundarfjörð heim, hún á að miðla sögu héraðs og þjóðar og veita ferðamönnum haldgóðar upplýsingar um þjónustu og afþreyingu á svæðinu. Þá á hún að bjóða gestum sínum fræðslu og leiðsögn á nýstárlegan og persónulegan hátt í umhverfi sem áhugavert og nærandi,“ segir í stefnupunktum stjórnar Sögumiðstöðvarinnar.   tekið af vef mbl.is  

Jón Oddur og Jón Bjarni frestast um viku

Af óviðráðanlegum orsökum frestast sýning á Jón Odd og Jón Bjarna um viku og verður sunnudaginn 18. nóvember kl. 15. í sögumiðstöðinni.

Frystihótel vígt í Grundarfirði

Föstudaginn 9. nóvember sl. var frystihótel Snæfrosts hf. formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn.  Kristján Guðmundsson rakti sögu og aðdraganda þess að þetta fyrirtæki varð til.  Þórður Á. Magnússon rakti byggingasögu hússins.  Báðir eru stjórnarmenn í Snæfrosti hf. ásamt þeim Ásgeiri Ragnarssyni, Árna Halldórssyni og Stefáni Kalmann.  Var verktökum þökkuð vaskleg framganga við byggingu hússins sem aðeins tók 7 mánuði.  Kostnaður við byggingu frystihótelsins varð 93 - 94% af kostnaðaráætlun sem þykir vel að verki staðið á þessum þenslutímum.  Fyrstu dvalargestir í frystíhótelinu, yfir 20 tonn af rækju, komu í síðustu viku og von er á meiru í þessari viku svo segja má að fyrirtækið fái fljúgandi start.  Gestir færðu fyrirtækinu hamingjuóskir og óskuðu því velfarnaðar um alla framtíð.

Er lögheimili þitt rétt skráð ??

  Nú er afar áríðandi að athuga hvort lögheimili manna er rétt skráð.  Allir þurfa að vera með lögheimili sitt skráð á réttum stað fyrir 1. desember n.k.  Margs konar óþægindi geta hlotist af ef lögheimili er skráð annars staðar en heimili manns er svo sem að nauðsynlegar tilkynningar og annar póstur berist ekki fyrr en seint og um síðir.  Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is   Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef lögheimili þess hefur ekki verið í Grundarfirði.   Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 og þangað ber að skila tilkynningum um aðseturskipti.     Bæjarstjóri  

Auglýsing um húsaleigubætur

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þ. 8. nóvember 2007 að á árinu 2008 verði greiddar húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ skv. ákvæðum reglugerðar nr. 118/2003 um grunnfjárhæðir húsaleigubóta eða samkvæmt ákvæðum nýrrar reglugerðar verði hún sett.   Þeim sem hafa sótt um og fengið húsaleigubætur er bent á að endurnýja þarf umsóknir í byrjun nýs árs, þ.e. í janúar 2008.   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar.