Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn mánudaginn 18. febrúar 2008 kl. 14.00 að Gistihúsinu Langaholti, Görðum. 

Fréttir af frjálsum íþróttum

Hjá krökkunum í frjálsum hefur ýmislegt verið á döfinni, t.d. samæfing í frjálsum sem haldin var í Grundarfirðii ásamt því að krakkar héðan fóru á Meistarmót Íslands  í fjálsum fyrir 15-22 ára.

Lions tilkynnir

Að gangan gegn sykursýki sem átti að vera í dag laugardaginn 9.febrúar kl. 14:00 fellur niður vegna veðurs.    Lionsklúbbur Grundarfjarðar.

Stefnumótun í ferðaþjónustu - fyrsti opni fundurinn

Miðvikudaginn 6. febrúar sl. var haldinn fundur á vegum stefnumótunarverkefnis Grundarfjarðarbæjar.  Til fundarins voru boðaðir allir sem hafa hagsmuni af hvers konar ferðþjónustu og þeir sem áhuga hafa á málefninu.  Björg Ágústsdóttir og Hulda Steingrímsdóttir frá ALTA ráðgjafarþjónustu stýrðu fundinum og leiddu umræður.  Framsögu höfðu Þórdís G. Arthursdóttir frá "All Senses Group" og dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.  Mjög líflegar umræður spunnust á fundinum um stöðu ferðaþjónustunnar í Grundarfirði og víðar.  Margar athyglisverðar hugmyndir komu fram sem unnið verður úr í framvindu verkefnisins.  Gert er ráð fyrir öðrum fundi fljótlega og jafnvel fleirum þegar líður á verkefnið.  Gert er ráð fyrir að því ljúki í apríl mánuði. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum.

Öskudagsskemmtun á leikskólanum

 Foreldrafélag leikskólans var með öskudagsskemmtun í leikskólanum á öskudaginn. Byrjað var á því að fara í leiki á músadeildinni. Síðan færðu sig allir yfir á drekadeild þar sem reynt var að slá köttinn úr tunnunni. Það gekk erfiðlega þannig að honum var bara leyft að vera áfram þar. Að lokum var öllum boðið upp á svala og nammi. Tókst skemmtunin vel og mæting foreldra góð. Hér má sjá myndir frá leikskólanum 

Íþróttaskólinn

Fellur niður í dag fimmtudaginn 7. febrúar vegna veðurs. 

Spilakvöld eldri borgara

Fellur niður í dag fimmtudaginn 7. febrúar vegna veðurs og ófærðar. 

Innflytjendur og bókasafnið - The library for Immigrants

Language courses - Interlibrary loans Everyone is welcome to visit the library where you can view or borrow books, magazines, sound- and video recordings. Interlibrary loans. Bókasöfn eru hentugur staður til að sækja sér bækur og námskeið í íslensku. Samstarfshópur um fjölmenningu í Grundarfirði og Bókasafnið munu á næstunni kann hvort virkur áhugi er fyrir hendi hjá íbúum af erlendum uppruna til þess að nýta bókasafnið og hugsanlega aðstöðu í tengslum við það til þess að sækja efni og nám við hæfi hvers og eins.   Biblioteki: Information in English in the library's website

Slysavarnardeildin Snæbjörg!

Í kvöld kl 20:30 verður slysavarnardeildin Snæbjörg endurvakin. Fundurinn verður i Björgunarsveitarhúsinu. Slysavarnardeildir eru starfræktar víða um landið. Starfsemi deildarinnar hér í Grundarfirði hefur legið niðri í nokkur ár og er því komin tími á að endurvekja deildina. Á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is má finna upplýsingar um starfsemi slysavarnardeildanna almennt. 

Dagur leikskólans.

Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og hefur sá dagur verið valin sem dagur leikskólans. Hér í Grundarfirði hefur leikskóli verið starfandi í 31 ár. Leikskólinn er fyrir börn frá 1. árs aldri. Bæjarstjórn ákvað að lækka aldurinn í 1 árs til reynslu í  ágúst 2007 og síðan var  samþykkt að halda því áfram á árinu 2008.