9. bekkur fór á sjóinn með skólaskipinu Dröfn

Fiskifélag Íslands gerir út skólaskipið Dröfn og býður nemendum í elstu bekkjum grunnskóla landsins í sjóferð árlega.  Fimmtudaginn 14. febrúar, var 9. bekkingum boðið á sjóinn. Bekknum var skipt í tvo hópa og fór fyrri hópurinn kl. 9:00 en sá síðari átti að fara kl. 12:00.  Veður setti þó eitthvað strik í reikninginn hjá seinni hópnum.  Kennararnir María Ósk Ólafsdóttir og Óskar Sigurðsson höfðu umsjón með þessum ferðum. Skólinn lítur á þetta boð Fiskifélagsins sem kærkomna viðbót við þá fræðslu sem nemendur fá í skólanum og skemmtilega tilbreytingu.  Vonandi höfðu allir gagn og gaman af þessu.   Byggt á frétt á heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar.   Myndir frá ferðunum má sjá á slóðinni:  http://skoli.grundarfjordur.is/gallery/main.php?g2_itemId=597

Hitaveitumál: Hitastigulsboranir hafnar að nýju

Orkuveita Reykjavíkur hefur hafið borun á fimm til sex holum í landi Berserkseyrar við Hraunsfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða hitastigulsholur og eiga niðurstöður borananna að gera jarðvísindamönnum kleift að staðsetja með nákvæmari hætti jarðhita á svæðinu. Borun á að ljúka um miðjan mars og þá tekur við úrvinnsla rannsóknargagna.Þegar hafa verið boraðar vinnsluholur á svæðinu, en leitast er við að finna meira og heitara vatn fyrir hitaveitu í Grundarfirði. Það er fyrirtæki Árna Kópssonar, Vatnsborun, sem sér um boranirnar. Þeim er þannig háttað að fyrst eru boraðar þrjár holur á fyrirframákveðnum stöðum. Að því loknu verður staðsetning síðustu tveggja til þriggja holanna ákveðin. Hver hola er 50 til 80 metra djúp.

Græna tunnan

Græna tunnan verður næst losuð þriðjudaginn, 26. febrúar.

Aðalfundur UMFG þann 21. febrúar

Minnum á  að aðalfundur UMFG verður haldin fimmtudagskvöldið  21. febrúar kl. 20.00 á  Hótel Framnesi.  Hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá og veitingar í boði.  Með kveðju stjórnin.

2.fl karla Íslandsmeistarar

Annar flokkur karla spilaði í úrslitum innanhúss móts KSÍ í Austurbergi í Breiðholti.  Efti röð Þorsteinn, Brynjar Gauti, Heimir Þór, Ejub neðri röð Brynjar, Ingi Björn, Ingólfur og Dominik                                                 Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að okkar menn völtuðu yfir þessa keppni.  Þeir spiluðu í riðli með Val og Víkingi R.   Sigruðu Val 3-1 og fengu þar á sig eina markið í keppninni.  Unnu Víkinga 2-0 og fengu Fylki sem andstæðinga í undanúrslitum og unnu þá sömuleiðis 2-0.   Valsmenn unnu hinn undanúrslitaleikinn sem sýnir hversu sterkur riðill strákanna var.  Eitthvað hafa Valsmenn átt erfiðari undanúrslitaleik því að okkar menn skelltu þeim í úrslitaleiknum 5-0.   Fyrsti Íslandsmeistaratitill ársins því kominn á Snæfellsnes og tónninn gefinn fyrir  sumarið

Söngæfing eldri borgara

Fellur niður á miðvikudaginn 20 febrúar. Áður auglýst spilakvöld verður í samkomuhúsinu á fimmtudaginn 21 febrúar. 

Bæjarstjórnin lækkar álagningarprósentur fasteignagjalda

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar í gær var samþykkt að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði.  Í haust var samþykkt að álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði yrði 0,36% á árinu 2008.  Í ljósi óvæntrar hækkunar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis, sem varð 12% samkvæmt ákvörðun Yfirfasteignamatsnefndar, var samþykkt í gær að færa álagningarprósentuna niður í 0,34% á ný eða í sama horf og var á síðasta ári.  Einnig var samþykkt að álagningarprósenta lóðarleigu myndi lækka í 0.7% en var 0,8% og álagningarprósenta holræsagjalds verður 0,17% en var 0,18%.  Þetta er gert til þess að koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis og létta gjaldabyrði einstaklinga vegna hækkandi fasteignamats.  Fyrsti gjalddagi fasteignagjaldanna á þessu ári verður 1. mars n.k.  Gjalddagarnir verða átta með eins mánaðar millibili.  Þeir sem fá álögð gjöld að upphæð 15.000 eða minna greiða þó í einu lagi á gjalddaga 1. júlí n.k.

Grundapol í Sögumiðstöð

Fulltrúar Grundapol, vinafélags Grundarfjarðar, frá Paimpol í Frakklandi eru í heimsókn.  Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20.00 ætlum við að vera í Sögumiðstöðinni og gera þeim glaða kvöldstund og efla tengsl vinabæjanna. Allir velkomnir.

Þorrablót á leikskólanum

      miðvikudaginn 13. febrúar var þorrablót leikskólans Sólvalla haldið. Þá buðu leikskólanemendur upp á skemmtun í samkomuhúsinu. Elstu nemendurnir léku öskubusku, árgangar 2003 og 2005 sungu og voru búin að útbúa leikmuni og hljóðfæri af því tilefni. Árgangur 2004 var með vellukkaða tískusýningu. 1. bekkur kom í heimsókn og sungu þau tvö lög. Að skemmtun lokinni var boðið upp á þorramat í leikskólanum. Tókst þorrablótið mjög vel.  Hér má sjá fleiri myndir frá þorrablótinu.

Landshlutakeppni Samfés

Landshlutakeppni Samfés í söng verður haldin í Klifi Snæfellsbæ í kvöld klukkan 18.00. Frá okkur í Eden fara 9 söngdívur með eitt atriði og eru þær búnar að æfa mjög stíft undanfarið. Það kostar 500 kr. inn. Allir velkomnir sem áhuga hafa. Rúta verður fyrir unglingana og fer kl. 17.30 frá sjoppunni. Munið leyfisbréfin og pening. Sjoppa verður á staðnum. Nemið í Eden