Flotbryggja sjósett

Vinna við úrbætur á móttökusvæði hafnarinnar fyrir skemmtiferðaskip gengur vel. S.l. mánudag var ný flotbryggja sjósett, og vinna stendur yfir við frágang og fegrun. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði orðin glæsileg þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur.

Vel heppnaðir tónleikar

Föstudaginn s.l. stóð Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar fyrir tónleikum í húsakynnum FSN. Tónleikarnir báru heitið „Velkomin í bíó“ og var tónlistin valin úr heimi kvikmynda og tónlistarmyndbanda. Á meðan gestir nutu tónlistarinnar voru sýnd viðeigandi myndbrotsem efldu og mögnuðu stemminguna.

Vélgæsla - Námskeið

Námskeið í vélgæslu verður haldið í FVA dagana 8.- 19. apríl sjá nánar í auglýsingu hér.

Stjakar fyrir friðarljós til sölu!

    Eitt af verkefnum vetrarins í starfsdeild Grunnskóla Grundarfjarðar var að hanna og smíða friðarljósastjaka úr járni  sem  setja má við leiði og eru  þeir nú til sölu. 

Aðalfundur Hestaeigendafélags Grundarfjarðar

Aðalfundur Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Fákaseli, mánudaginn 22. mars,  kl. 20:00. 

Bæjarstjórnarfundur

116. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu, miðvikudaginn 17. mars 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Aðalfundur Búnaðarfélags

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyrarsveitar verður haldinn á Hótel Framnesi sunnudaginn 21. mars 2010 næstkomandi og hefst kl.14.00 Venjuleg aðalfundarstörf. - Stjórnin.

Farin til Miami að kynna Snæfellsnes

Skessuhorn 12. mars 2010: Alls koma 13 skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar í sumar og áfram er unnið að markaðssetningu hafnarinnar fyrir skemmtiferðaskip. Í dag heldur Shelag Smith frá Grundarfirði til Miami í Bandaríkjunum á vegum Grundarfjarðarhafnar og tekur þar þátt í stórri sýningu sem haldin er fyrir útgerðir skemmtiferðaskipa og stendur yfir frá 15. – 19. mars. “Við förum 14 Íslendingar þangað á vegum Cruse Iceland frá 11 fyrirtækjum og stofnunum að kynna mismunandi kosti fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Ég er ekki bara að kynna höfnina heldur allt sem er í boði á Snæfellsnesi því skemmtiferðaskip koma ekki bara út af höfninni þótt hún sé góð. Það þarf eitthvað að vera í boði fyrir farþegana,” segir Shelag. 

" Velkomin í bíó "

Lúðrasveit tónlistarskólans heldur tónleika þann 12. mars n.k. í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl. 20:00. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því leikin verður tónlist úr kvikmyndaheiminum. Tónleikarnir kallast "Velkomin í bíó". Mikið verður um dýrðir, t.a.m. verða sýnd brot úr kvikmyndunum sem tengdar eru hverju lagi. Á boðstólnum verða lög úr sígildum myndum sem allir þekkja, s.s. Star Wars, Indiana Jones, Lord of the Rings, Austin Powers, Batman, James Bond og fleiri og fleiri.

Svei attan! úr Grundarfirði

Skessuhorn 10. mars 2010: Svei attan! er fyrirsögn á heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag frá eigendum og starfsfólki Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Þar segir að ríkisstjórnin og meirihluti hennar á Alþingi sé í þann veginn að lögfesta breytta úthlutun aflaheimilda fyrir karfa sem vegi alvarlega að rekstrargrundvelli fyrirtækisins því ekkert annað fyrirtæki á Íslandi sé jafn háð veiðum og vinnslu gullkarfa og Guðmundur Runólfsson hf. Þess vegna bitni breyttar úthlutunarreglur sérlega illa á því. Þá hefur bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar sent frá sér ályktun um sama mál þar sem Alþingi er hvatt til þess að staldra við og skoða nánar fyrirhugaða skiptingu á veiðiheimildum fyrir karfa.