Kosning til stjórnlagaþings

Kjörfundur í Grundarfirði vegna kosningar til stjórnlagaþings, laugardaginn 27. nóvember 2010, verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Kjörfundurinn stendur yfir frá kl. 11:00 til 22:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki og framvísa þeim ef um er beðið. Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Kveldúlfur fer á kreik.

Fundur hjá Kveldúlfi í kvöld, fimmtudag, í Sögumiðstöðinni kl. 20.30.

Aðventan í Grundarfirði.

Senn líður að jólum... Kveikt verður á jólatrénu í Grundarfirði n.k. sunnudag, þann 28. nóvember, kl. 17:30 við ljúfa jólatóna lúðrasveitar tónlistarskólans, með Baldur í fararbroddi. Kvenfélagið Gleym mér ei verður að vanda með sinn árlega jólamarkað sama dag í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og örugglega eitthvað flott að skoða og kaupa fyrir jólin Lions verður svo með sinn jólabasar 9.-12. desember þar sem seld verða jólatré, fiskmeti og annað gott fyrir jólin! Viljum við þakka öllum þeim sem koma að aðventuviðburðum þetta árið fyrir að gera hana notalega og skemmtilega fyrir okkur Grundfirðinga. Einnig viljum við biðja þá, sem tök hafa á, að birta upp aðventuna hjá okkur með því að kveikja á jólaljósunum sínum.   Njótið aðventunnar í samvist hvers annars   Menningar – og tómstundanefnd Grundarfjarðar  

Tombóla til styrktar vatnsrennibraut.

Bjargey og Íris Birta   Þær Bjargey og Íris Birta komu í heimsókn á bæjarskrifstofuna í gær með afrakstur af tombólu sem þær héldu fyrir þó nokkru síðan. Vildu þær að peningarnir yrðu lagðir inn á vatnsrennibrautarsjóðinn. Alls söfnuðu þær 632 kr. Þeim stöllum eru færðar þakkir fyrir.

Samantekt um íbúafund komin á vefinn

Samantekt um íbúafundinn sem haldinn var mánudagskvöldið 15. nóvember síðastliðinn er nú komin á vefinn. Samantekt um íbúafund 15.11.10

Kosning til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings verður laugardaginn 27. nóvember 2010. Á kjörskrá í Grundarfirði eru allir þeir  sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kosningin fer fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Kjörfundur hefst klukkan 11:00 og stendur til 22:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki.  

Opinn undirbúningsfundur hjá Leikklúbbi Grundarfjarðar.

Við ætlum að hafa opinn undirbúningsfund í samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudaginn 19 nóv. kl 16.15.  Okkur vantar fólk sem er tilbúið að hjálpa við t.d sviðsmynd, búninga, förðun og tæknimálin.

Grundfirðingar standi saman

Um sjötíu manns mættu á íbúafund sem haldinn var í gærkvöld.  Á fundinum var aðallega fjallað um fjárhagsstöðu bæjarins og meginstefnu í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.  Fram kom að verða þarf viðsnúningur í rekstri um allt að 50 milljónir.  Þrátt fyrir erfiða stöðu töldu forsvarsmenn bæjarins mögulegt að ná góðum árangri en ljóst sé að draga þurfi verulega saman seglin.   Bæjarfulltrúar D-lista lögðu áherslu á að minni- og meirihluti starfi saman sem einn maður að því verkefni að bæta fjárhagsstöðu bæjarins.  Þá voru kynnt áform um áframhaldandi samstarf við íbúa.  

Framlagning kjörskrár vegna kosninga til stjórnlagaþings

Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember 2010, verður lögð fram 17. nóvember 2010.   Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á opnunartíma skrifstofunnar  mánudaga - fimmtudaga frá kl. 09.30 - 15.30 og föstudaga frá kl. 09:30 – 14:00.   Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Augnlæknir.

Guðrún Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á HVE Grundarfirði, fimmtudaginn 2. desember nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði í síma: 430-6800.