Ræðukeppni Grunnskóla Grundarfjarðar 2010 - 2011

Ræðukeppnin fer fram á degi íslenskrar tungu 16. nóbember 2010 í íþróttahúsinu kl. 11.10. Tveir fulltrúar úr 5.-7. bekk keppa í fyrri hluta og í síðari hluta tveir fulltrúar úr 8.-10. bekk. Ræðuefnið að þessu sinni er „Draumaskólinn“ Sögumaðurinn góðkunni, Ingi Hans Jónsson, kemur í heimsókn til okkar í tilefni dagsins og segir okkur skemmtilega sögu. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Aðatoðarskólastjóri  

Pökkun á fötum til Hvítarússlands.

  Frá vinstri: Kristín, Hulda, Lauga, Guðmunda, Auður, Hildur, Hanne, Eygló,Kristín og Nína.   Hugur og hönd starfa saman. Rauði krossinn þakkar enn á ný sínu frábæra handverksfólki sem lagði á sig mikla vinnu við að útbúa fatnað í ungbarnapakkana. Handverkshópurinn í Grundarfirði hittist nú í haust á föstudögum og vann ötulega við að sauma, prjóna og breyta eldri flíkum í nýjar.

Aðalfundur Sögumiðstöðvarinnar

Aðalfundur sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð verður haldinn fimmtud. 18. nóvember 2010 kl. 20 í Sögumiðstöðinni. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og ársreikningar, umræða um rekstur og starfsemina framundan, stjórnarkjör og önnur mál.   Stofnaðilar og allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!  Stjórn sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð  

Vel heppnaðir Rökkurdagar

Nýafstaðnir Rökkurdagar í Grundarfirði heppnuðust vel. Ágætis mæting var á flesta viðburði og virtist almenn ánægja með fjölbreytta og spennandi dagskrá.Mikið úrval var af ýmsum menningarviðburðum en að þessu sinni bar mikið á tónlist, kvikmyndum og listasýningum. Heimamenn létur til sín taka í skipulagninu viðburða en einnig komu góðir gestir að. Menningar-og tómstundarnefnd Grundarfjarðarbæjar vill þakka öllum þeim sem komu að Rökkurdögum kærlega fyrir.  

Grundarfjarðarbær á Facebook

Nú hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir Grundarfjarðarbæ þar sem verða auglýstir viðburðir og annað sem bærinn vill koma á framfæri. Komin er tengill inn á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að fara inn á síðuna og „líka við“ hana þá færðu fréttir af því sem sett er inn á síðuna hverju sinni. Vonumst við til að flestir nýti sér þetta skemmtilega framtak okkar hér og geti fylgst enn betur með því sem er að gerast hér í bæjarfélaginu okkar.

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki árið 2011.

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011. Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi  

Kveldúlfur á Kaffi 59 - Hálendingurinn

Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur fundar á Kaffi 59, fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 21:00. Efni fundar er kvikmyndin Highlander frá árinu 1986, sem skartar þeim Cristopher Lambert, Sean Connery og ekki má gleyma honum Clancy Brown. Hálendingurinn Connor MacLeod áttar sig á því einn daginn að hann er ódauðlegur. Sú uppgötvun dregur skiljanlega dilk á eftir sér. Internet Movie Database gefur myndinni 7,2 í einkunn. Enginn aðgangseyrir og tilboð á krana.    

Bæjarstjórnarfundur

129. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010, kl. 16:30 í samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.  

Leikprufur fyrir jólaþátt 2010

Langar þig til að taka þátt í uppsetningu á jólaþættinum okkar í ár? Fyrirhugað er að setja upp jólaþáttinn "Jóladagatalið". Fyrstu áheyrnarprufur verða í dag, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 18 í Samkomuhúsinu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir þetta verk vantar okkur allan aldurshóp Hlökkum til að sjá ykkur.   Leikklúbbur Grundarfjarðar

Íbúafundur næsta mánudag

Mánudagskvöldið 15. nóvember býður bæjarstjórn Grundarfjarðar til íbúafundar í Samkomuhúsinu kl.20:00.  Fundurinn er upplýsinga- og samræðufundur.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, horfur og mögulegar aðgerðir. Í framhaldi af því verða umræður, þar sem m.a. verður kallað eftir skilaboðum til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar. Boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti.