Borgarafundur gegn einelti

Síðastliðinn þriðjudag stóðu samtökin Heimili og skóli fyrir borgarafundi undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax. Vel var mætt á fundinn sem haldinn var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Á fundinum voru erindi frá samtökum Heimilis og skóla, Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Olweusaráætluninni og Liðsmönnum Jericho, sem eru hagsmunasamtök foreldra þolenda eineltis og uppkominna þolenda. Að framsögum loknum voru pallborðsumræður. Almenn ánægja var með fundinn og foreldrar voru kvattir til að kynna sér eineltismál frekar.  

Sundlaugin lokar

Sundlaug Grundarfjarðar verður opin samkvæmt auglýstum opnunartíma til og með föstudagsins 15. október nk. Eftir það hefst vetrarlokun eins og venja er.

Aðalfundur Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Nú er komið að hinum árlega aðalfundi Hjónaklúbbs Eyrarsveitar. Fundurinn verður haldinn 15. október nk.  og hefst kl. 20.30. Að þessu sinni verður hann haldinn á Kaffi 59.

Samskipti foreldra og barna - Hugo Lárus Þórisson

Fimmtudaginn 14. október nk. kl. 19.30 mun Hugo Lárus Þórisson, sálfræðingur, flytja fyrirlestur um samskipti foreldra og barna. Fyrirlesturinn verður í húsakynni leikskólans og í boði foreldrafélagsins. Við hvetjum alla, foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur og frænda til að mæta. Allir velkomnir. Léttar veitingar verða í boði. Aðalfundur Leikskólans Sólvalla verður haldinn að loknum fyrirlestri.  

Áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar var svohljóðandi áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samþykkt samhljóða:   „Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka við aflaheimildir. Staða margra sveitarfélaga og hafnarsjóða er slæm og með boðuðum niðurskurði á fjárlögum s.s. aukaframlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og niðurfellingu á endurgreiðslu vegna tryggingagjalds, munu erfiðleikar þeirra aukast til muna.

Síldin komin ínn á Grundarfjörð

Miklar síldarlóðningar eru komnar inn á Grundarfjörð. Að sögn Hafsteins Garðarssonar hafnarvarðar sáust nú í morgun langar lóðningar rétt norðan við bryggjuna í Grundarfirði og út fjörðinn og þá var einnig að sjá síld úti við Melrakkaey. Hafsteinn segir að sést hafi í hrefnu á ferð nýlega og að mikið fuglalíf sé á svæðinu sem gefi vísbendinu um aukið æti í firðinum. Síldin er á ferðinni á svipuðum tíma og undanfarin ár en menn hafa einnig orðið varir við hana inn við Stykkishólm þar sem veiðin hefur einkum farið fram síðastliðin tvö ár.     Frétt af vef Skessuhorns 11. október 2010.

STÖÐVUM EINELTI - Opinn borgarafundur

Við minnum á borgarafundinn í samkomuhúsinu á morgun 12. október sem ber nafnið STÖÐVUM EINELTI. Hvetjum við alla til að mæta.  Sjá nánar hér.  

Guðmundur Runólfsson heiðursborgari Grundarfjarðar

  Laugardaginn 9. október hélt Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður, upp á 90 ára afmæli sitt með glæsibrag í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Við það tækifæri  útnefndi bæjarstjórn Grundarfjarðar hann heiðursborgara Grundarfjarðar. Það var gert til að sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði. Hér má lesa ágrip af merkilegu lífshlaupi Guðmundar.  

Jökli dreift í Grundarfirði

Útgáfu Vikublaðsins Þeys í Grundarfirði hefur verið hætt og hefur útgefandi Jökuls því ákveðið að blaðinu verði hér eftir dreift í Grundarfirði auk Snæfellsbæjar. Bæjarblaðinu Jökli er dreift með Íslandspósti inn á hvert póstfang í þessum tveimur sveitarfélögum og því eru auglýsendur að fá talsvert meira fyrir peninginn en áður, auglýsingaverð verður óbreytt í Jökli fyrst um sinn.  

Stjórnlaganefnd - opinn borgarafundur. 13. október.

Borgarafundurum endurskoðun stjórnarskrárinnar Boðið er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum á Bifröst, 13. október og hefst kl. 13:00. Sjá nánar hér.