Fólkið fjöllin fjörðurinn

Eyrbyggjar hollvinasamtök auglýsa tilboð á bókunum Fólkið, fjöllin,fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar bækur númer tvö til níu. Sjá nánar.

Baggalútur

  Hljómsveitin Baggalútur hélt tónleika í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í vikunni að tilstuðlan Kaffi 59. Uppselt var á tónleikana og voru þeir, að sögn viðstaddra, mjög vel heppnaðir og gestir skemmtu sér konunglega.  Hér má sjá fleiri myndir.

Jólaball á leikskólanum.

  Fimmtudaginn 16. desember voru litlu jólin haldin hátíðleg í leikskólanum Sólvöllum. Fyrst komu nokkrir nemendur úr tónlistarskólanum og spiluðu og sungu nokkur lög. Þá var sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar komu og færðu nemendum gjafir. Í lokin var öllum boðið að fá sér kakó og smákökur sem nemendur bökuðu. Það var mjög vel mætt af foreldrum, systkynum, ömmum og öðrum gestum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir og einnig í myndaalbúmi. Bestu jólakveðjur frá Leikskólanum Sólvöllum. 

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður hjá Áhaldahúsinu í dag 16. desember klukkan 13.00. Verkstjóri sími: 430-8575

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir þann 15. desember í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Kom þar fram fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki, bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum. Einnig kom fram gestasöngvari og var það engin önnur en Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Gríðarlega góð jólastemning var á tónleikunum.   Mynd tók Gunnar Njálsson

Tilkynning frá Karatedeildinni

Karate æfingar falla niður nk. föstudag 17. desember sökum slæmrar mætingar, margir á leið til Reykjavíkur að versla jólagjafir. Æfingar hefjast aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar 2011.  

Jólabækurnar á bókasafninu

Nýju bækurnar koma smám saman á bókasafnið. Kíkið á listann. Höfum fengið slatta af bókum útgefnum 2008-2009 í millisafnaláni. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Spennusögur, skvísubækur o.fl. Sendum þennan skammt til baka 10. janúar. Pólsku bækurnar eru komnar frá Bókasafni Reykjanesbæjar.

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 17. desember 2010 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.                                                  Skólameistari  

Frumsýning á Jóladagatalinu

Frumsýning á Jóladagatalinu var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í gær með fullum sal af fólki. Leikklúbbur Grundarfjarðar ákvað að slá til annað árið í röð, eftir vel lukkaðan jólaþátt í fyrra, að setja upp jólaleikritið Jóladagatalið.     

Íþróttahúsið lokar

Íþróttahúsið verður lokað frá og með 20. desember vegna lagfæringa, en mun opna aftur milli jóla og nýárs.