Útvarp Grundarfjörður FM 103,5

Útsendingar hefjast í hádeginu á sunnudag. Í ár er útvarpstöðin staðsett í húsnæði Bókasafns Grundarfjarðar. Margir skemmtilegir þættir verða á dagskránni í ár. Nú er um að gera að stilla á rétta tíðni.   Hátíðarfélag Grundarfjarðar.

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.    

Á góðri stund - dagskrá

Nú styttist í bæjarhátíðina "Á góðri stund". Vinna við undirbúning er í hámarki og dagskráin tilbúin og glæsileg að vanda. Jafnvel á enn eftir að bætast við hana.   Bæklingi með dagskrá verður dreift á öll heimili í bænum þegar nær dregur.   Dagskrá hátíðarinnar    

Laust starf íþróttakennara

Íþróttakennara vantar við Grunnskóla Grundarfjarðar. Ráðið verður í starfi frá 1. ágúst 2012. Nánari upplýsingar veitir Anna Bergsdóttir, skólastjóri, í síma 430 8555 eða 863 1670. Netfang annberg@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 25. júlí 2012.    Grunnskóli Grundarfjarðar  

Barnanámskeið í golfi

Vikuna 16. júlí til 20. júlí verður haldið barnanámskeið í golfi. Einar Gunnarsson PGA golfkennari er umsjónarmaður námskeiðsins. Kennt er frá kl. 13:00 – 15:00, frá mánudegi til föstudags. Námskeiðinu lýkur með litlu golfmóti. Kennt er á æfingasvæði Golfklúbbsins Vestarr. Kylfur og áhöld á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.   Skráning í síma 894-2502 og á netfanginu eg@stykk.is Lágmarksþátttökufjöldi er 8 börn. Verð 5000 kr. 

Umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja rann út 6. júlí. Tíu sóttu um starfið, en tveir dróu umsóknir sínar til baka.   Umsækjendur eru: Aðalsteinn Jósepsson Arna Hildur Pétursdóttir Heimir Laxdal Jóhannsson Kári Gunnarsson Kristján Magni Oddsson Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir Sebastien Bougeatre Tómas Logi Hallgrímsson  

Tími skemmtiferðaskipa

Le Boréal er glæsilegt skipNú er runninn upp tími skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Í dag kom Le Boréal í annað sinn á þessu sumri en það mun koma fjórum sinnum á þessu ári. Alls koma 18 skip til Grundarfjarðar á þessu ári og þar af koma 10 í júlí.   Næsta skip kemur fimmtudaginn 12. júlí og er það Artania sem er stærsta skipið sem kemur þetta árið en alls tekur það 1.200 farþega.   Skemmtiferðaskip 2012

Endurnýjun gangstétta

Nýlega hófst vinna við endurnýjun gangstétta í bænum. Í fyrsta áfanga verður áhersla lögð á Grundargötu og götur sem liggja að henni. Einnig hefur verið steypt gangstétt á Eyrarvegi og Nesvegi þar sem engin steypt gangstétt var. Þá verður gangstétt á Sæbóli lagfærð til bráðabirgða þar sem þörfin er mest.   Endurnýjun gangstétta í bænum og lagning nýrra þar sem engar eru fyrir, er mjög brýnt verkefni og mun verða unnið í mörgum áföngum eftir því sem aðstæður leyfa.  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2012

Grundarfjarðarbær efnir til ljósmyndasamkeppni líkt og síðasta sumar. Sú keppni tókst með ágætum og í framhaldi af henni var haldin glæsileg ljósmyndasýning á Rökkurdögum í október.   Þema samkeppninnar í ár er Fólkið í bænum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka og á tímabilinu apríl til september. Samkeppnin stendur til 30. september 2012 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.   Tilgangur keppninnar er sá að Grundarfjarðarbær komi sér upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til notkunar við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins.  

Laus störf í heimaþjónustu