Nýjar bækur á bókasafnið

Hver vill koma og hjálpa mér að velja bækur úr bókatíðindunum?   Hittumst kl. hálf sex á bókasafninu í Sögumiðstöð þessa og næstu viku.   Það má líka setja tillögur inn á Facebook bókasafnsins og á netfangið bokasafn(hjá)grundarfjordur.is.

Íbúaþing laugardaginn 23. nóvember í Grundarfirði

Laugardaginn 23. nóvember verður haldið íbúaþing í Grundarfirði.  Þingið verður haldið í húsi FSN. Húsið opnar kl. 10.30, þá verður hægt að gæða sér á morgunverði. Þingið hefst svo kl. 11.00. Dagskrárlok eru kl. 15.00. Barnapössun verður í boði á leikskólanum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara.

Óskum eftir að ráða kennara til kennslu í raungreinum frá og með næstu áramótum. Meðal kennslugreina eru eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði.   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.    

Skyndihjálparnámskeið Grundarfirði

Rauði kossinn í Grundarfirði heldur 4 klst, skyndihjálparnámskeið miðvikudaginn 20. nóvember kl.18:00-22:00. Haldið í húsnæði Sögumiðstöðvar.   Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.   Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.     Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Þórarinn Steingrímsson. Verð kr. 3.900,-  innifalið er skyndihjálpar skírteini.Nánari upplýsingar: á bryndistheo@gmail.com eða www.raudikrossinn.is  og í síma 862-1355  

Frá tónlistarskóla Grundarfjarðar- tónleikum frestað

Tónleikum Tónlistarskóla Grundarfjarðar sem vera áttu í samkomuhúsinu í kvöld er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs og slæms veðurútlits. Til stóð að flytja verðmætan tækjabúnað og hljóðfærakost skólans á milli húsa um og eftir hádegið til að stilla upp og gera klárt fyrir rennsli sem hefjast átti kl.16 í dag. Ekki þykir ráðlegt að taka slíka áhættu þar sem tækin, búnaðurinn og hljóðfærin eru mjög viðkvæm fyrir raka og bleytu. Okkur þykir þetta miður þar sem nemendur hafa lagt mikinn tíma í undirbúning vegna þessa en við munum halda tónleikana síðar og flytja þessa dagskrá við fyrsta tækifæri.   Skólastjóri  

Fræðslufundur fellur niður vegna veðurs

Fræðslufundur undir yfirskriftinni Foreldrar og forvarnir sem fyrirhugaður var í kvöld kl. 18:00 í Framhaldsskóla Snæfellinga frestast vegna veðurs. Nýr fundartími er fyrirhugaður í byrjun desember og verður hann auglýstur nánar á næstu dögum.   Heimili og skóli, SAFT og Vímulaus æska – Foreldrahús biðjast velvirðingar á að fresta þessu í annað sinn en við höfum fulla trú á að þetta gangi í gegn í þriðju atrennu.   Hlökkum til að koma og vera með ykkur, vonandi í desember.   

Á dagskrá Rökkurdaga í dag

Hittumst og kynnumst Paimpol   Í Sögumiðstöðinni 13. nóvember frá kl 16.00 – 18.00 munu gestir okkar frá Paimpol kynna bæinn sinn. Paimpol er nefnilega ekki bara franskt þorp sem tengdist okkur í gamla daga heldur er bærinn frábær sumaráfangastaður. Hér er kjörið tækifæri fyrir Grundfirðinga að kynna sér Paimpol, fólkið og möguleikana. Það verður heitt á könnunni og gott meðlæti.   Franskir sjómenn við Íslandsstrendur   Sýningin Franskir sjómenn við Íslandsstrendur verður opnuð í Markaðnum við Nesveg miðvikudaginn 13. nóvember kl 20.00.  Hjónin Halldór Björnsson og María Óskarsdóttir frá Patreksfirði hafa kynnt sér sögur af samskiptum franskra sjómanna við Íslendinga. Sögunum söfnuðu þau saman og gáfu út fallega bók. María heldur erindi um franska sjómenn með áherslu á sögur frá Grundarfirði. Allir velkomnir.  

Óskað er eftir þátttakendum í fiskréttakeppni um næstu helgi

Skráning er nú í fullum gangi í fiskiréttakeppnina sem haldin verður að þessu sinni í fiskvinnslu Soffanías Cecilssonar Hf.  Hrefna Rósa Sætran mun dæma í keppninni í ár en verðlaunin eru ekki af slakari endanum. Sigurvegarar í keppninni fá í verðlaun gjafabréf, út að borða fyrir tvo í smakkréttamatseðil á Fiskmarkaðinn. Hægt er að skipta smakkmatseðlinum út fyrir annað ef fleiri en tveir eru í vinningsliðinu. Þátttakendur geta skráð sig með því að hafa samband við Dögg Mósesdóttur í síma 7700577, á facebook eða með tölvupósti á info@northernwavefestival.com.   Í ár verður í fyrsta sinn rukkað um aðgangseyri sem hefur verið haldið í algjöru lágmarki, 2.500 kr fyrir armband með aðgang að allri hátíðinni. Við vonum að sem flestir vilji styðja hátíðina í verki með þessum hætti. Hægt verður að kaupa armböndin í kaffisölunni í Samkomuhúsinu. Allir Grundfirðingar eru velkomnir í Fiskiveisluna og á bíósýningar og þurfa ekki að kaupa armbönd til þess, frekar en þeir kjósa. Þeir sem taka þátt í Fiskiréttakeppninni og leikstjórar/fulltrúar mynda fá að sjálfsögðu armbönd, þeim að kostnaðarlausu.   Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á hátíðinni um næstu helgi.    

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013   Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður) Kaldrananeshreppur (Drangsnes) Akureyrarkaupstaður (Grímsey) Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 990/2013 í Stjórnartíðindum   Snæfellsbær  (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) Húnaþing vestra (Hvammstangi) Sveitarfélagið Skagaströnd Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður) Grýtubakkahreppur (Grenivík) Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörður) Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík) Sveitarfélagið Hornafjörður   Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2013.   Fiskistofa, 8. nóvember 2013.

Norræna bókasafnavikan

Lesið við kertaljós   Upplesturinn hefst  kl. 18:00 mánudaginn 11. nóv. Lesið á sama tíma fyrir börn og fullorðna   Heitt og kalt á könnunni.     Bókasafnið í Sögumiðstöðinni