Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2013

Í ár eins og síðustu ár hefur Grundarfjarðarbærstaðið fyrir ljósmyndasamkeppni. Tilgangur keppninnar er að safna myndum til birtingar. Myndefnið í ár var „Fjaran". Alls bárust 68 myndir frá 19 þátttakendum. Úrslit keppninnar voru tilkynnt á Markaði kvenfélagsins í Sögumiðstöðinni þann 9. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu ár voru veitt peningaverðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. 50 þúsund fyrir fyrsta sætið. 30 þúsund fyrir annað sætið og 20 þúsund fyrir þriðja sætið.   Verðlaunahafar ársins 2013 eru: 1. sæti: Tómas Freyr Kristjánsson 2. sæti: Salbjörg Nóadóttir 3. sæti: Signý Gunnarsdóttir  

Svipmyndir frá Rökkurdögum

Svipmyndir frá Rökkurdögum eru komnar inn á Facebooksíðu bæjarins.  

Foreldrar og forvarnir

Foreldrar og forvarnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði Miðvikudaginn 13. nóv. 2013, kl. 18:00.   Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að efla forvarnir og styðja barnið þitt í uppvextinum?   Dagskrá: Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT – Samtaka foreldrar Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT – Rafrænt uppeldi Guðrún Björg Ágústsdóttir, ICADC ráðgjafi hjá Vímulausri Æsku-Foreldrahúsi – Hvað er til ráða? Fræðslan er öllum opin og foreldrar hvattir til að fjölmenna.   Frír aðgangur.    

Bókaverðlaun barnanna 2013

Ragnheiður Arnardóttir og Alexander Freyr Ágústsson fengu glaðning fyrir þátttöku í kosningu um bestu barnabók ársins 2012. Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda Klaufa: Svakalegur sumarhiti eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar fengu flest atkvæði í kosningu 6-12 ára krakka á Íslandi.  

Á dagskrá Rökkurdaga í dag fimmtudaginn 7. nóvember

Vöfflur og ljósmyndasamkeppni   Fimmtudaginn 7. nóvember verður opið hús í Sögumiðstöðinni. Starfsmenn munu steikja vöfflur og bjóða upp á kaffi. Á sama tíma verða ljósmyndir úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar til sýnis í Bæringsstofu. Myndefnið í ár var fjaran og voru þátttakendur 19 með um 70 myndir. Úrval ljósmynda mun einnig hanga uppi á meðan að hátíðinni stendur en verðlaun verða veitt laugardaginn 9. nóvember.   Meðan að gestir gæða sér á vöfflum verða Bókaverðlaun barnanna veitt. Almennings og skólabókasöfn landsins veita verðlaunin hvert ár fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina erlenda. Á Bókasafni Grundarfjarðar verður dregið úr innsendum seðlum og bókaverðlaun veitt tveimur börnum, öðru úr 1.-3. bekk og hinu úr 4.-6. bekk.   Ostaskólinn í Grundarfirði Um árabil hefur sérvöruverslunin Búrið í Nóatúni rekið ostaskóla við gífurlegar vinsældir. Nú ætlar ostaskólinn í fyrsta sinn að leggja land undir fót og heimsækja okkur íbúa Grundarfjarðar. Sælkerinn Eirný Sigurðardóttir mun leiða okkur inn í heim ostanna af sinni alkunnu snilld. Hún mun einnig fræða okkur um vín og samspil þessara tveggja afurða á bragðlaukanna. Þemað er Frakkland og því eingöngu franskir ostar og vín á boðstólum. Nemendur fá að smakka á allmörgum tegundum osta og má segja að námskeiðið jafngildi heilli máltíð. Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni eða í netfang alda@grundarfjordur.is  Skólagjaldið er 4.900 krónur.      Skemmtikvöld nemendafélags FSN   Nemendafélag FSN ætlar að halda eitt af skemmtikvöldum vetrarins fimmtudaginn 7. nóvember. Það er engum blöðum um það að fletta að aðal númer kvöldsins er stjarnan Friðrik Dór. Hann mun halda tónleika og skemmta nemendum skólans. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangseyrir 1.500 krónur.  Auk tónleikanna verður fjölbreytt dagskrá á skemmtikvöldinu.    

Á dagskrá Rökkurdaga í dag miðvikudaginn 6. nóvember

Ég elska þig stormur   Við byrjum hátíðina að þessu sinni með fyrirlestrinum Ég elska þig stormur. Þar mun Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur frá veðurstofu Íslands tala um vind og áhrif landslags á vindinn. Eru til einhverjar fyrirbyggjandi aðferðir sem gætu virkað í Grundarfirði? Þessari spurningu og mörgum fleiri mun Guðrún Nína svara í Bæringsstofu miðvikudagskvöldið 6. nóvember kl 20.00. Það verður heitt á könnunni og frítt inn á fyrirlesturinn.

Bókasafnið og franskir sjómenn á Íslandsmiðum

Fræðist um líf og aðbúnað franskra sjómanna á Íslandsmiðum á liðnum öldum í tilefni af heimsókn gesta frá Paimpol um Rökkurdagana. Samantekt bókasafnsins í Grundarfirði.

Jól í skókassa

Verkefnið Jól í skókassa hefur staðið yfir undanfarið. Börn í yngstu bekkjum grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt og skiluðu frá sér 15 jólapökkunum 1. nóvember. Af því tilefni var boðið upp á súkkulaði og smákökur sem gladdi góða gefendur. Þá komu margir í Safnaðarheimilinu 5. nóvember og bættu við fjölda pakka. Ragnar og Ásgeir hafa séð um flutning á pökkunum til Reykjavíkur endurgjaldslaust undanfarin ár.Öllum sem komu að þessu verkefni er þakkað fyrir framlag sitt. Fleiri myndir frá Grunnskólanum eru inná myndasafni á heimasíðu skólans "grundo.is" .  

Ostaskólinn

Ekki láta þennan skemmtilega viðburð fram hjá þér fara.   Á morgun fimmtudag ætlar Eirný sem rekur sérvöruverslunina Búrið í Nóatúni ætlar að koma til okkar með ostaskólann sinn. Hér er um að ræða skemmtilega ostafræðslu þar semgómsætir ostar og meðlæti samsvara heilli máltíð. Að auki býður hún upp á frönsk vín, það er vanalega ekki í boði hjá henni þannig að við erum að fá þetta á mjög góðum kjörum. Hvet fólk til að mæta og njóta góðra veitinga og skemmtilegrar fræðslu í Samkomuhúsi Grundfirðinga kl 19.30, 7. nóv.   Skólinn kostar 4.900 og skráning fer fram í netfanginu alda@grundarfjordur.is  

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum

Menningarfulltrúi Vesturlands verður með viðveru og kynningu í Sögumiðstöðinni föstudaginn 8. nóvember frá kl 16.00 - 17.00  Nánari upplýsingar er að finna hér.