Grundfirðingurinn Svana Björk á verðlaunapalli í Englandi

  Stúlknalandsliðið í blaki stóð sig vel í Englandi. Svana Björk er önnur frá hægri í efri röð.   Grundfirðingurinn Svana Björk Steinarsdóttir og liðsfélagar hennar í stúlknalandsliðinu í blaki hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega NEVZA mótinu sem fram fór í Englandi um liðna helgi. Íslenska liðið bar sigur úr býtum í öllum leikjum sínum í mótinu en laut í lægra haldi fyrir Finnum í úrslitaleik.       

Brunavarnaráætlun samþykkt fyrir Grundarfjarðarbæ

    Brunavarnaráætlun 2015-2021 fyrir Grundarfjarðarbæ var undirrituð á föstudaginn 23. okt. sl. við hátíðlega athöfn í Grundarfirði.  

Nú ætlum við að halda heimamarkað á Snæfellsnesi

  Fréttatilkynning frá Svæðisgarðinum Snæfellsnes   Um er að ræða matarmarkað þar sem framleiðendur á Snæfellsnesi kynna og selja afurðir sínar. Allir eru velkomnir. Hvatt er til samtals og samstarfs. Markmiðið er að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi, að hægt sé að kaupa mat og ræða við framleiðendur. Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt. Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Staður og stund: 31. október n.k. í Sjávarsafninu í Ólafsvík frá kl. 12 - 16.   Þeir sem vilja kynna eða selja matvæli þurfa að skrá sig fyrir miðvikudaginn 28. október n.k. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes ragnhildur@snaefellsnes.isog 8486272  

Leiðbeinandi í félagsmiðstöð

Vinnutími er 4-8 klst. á viku yfir vetrarmánuðina. Um er að ræða vinnu 1-2 kvöld í viku. Jafnframt felst starfið í ferðum v/viðburða.   Grundarfjarðarbær auglýsir eftir jákvæðum og samskiptahæfum leiðbeinanda í félagsmiðstöð. Menntun á sviði uppeldismála er æskileg.       

Afmælis og kveðjustund

 Afmælis-og kveðjustund Óla Jóns Ólasonar, sjá nánar hér.  

Dagskrá Northern Wave

 

Grundarfjörður-Keflavík B

Körfuboltaleikur Grundarfjörður-Keflavík B Laugardaginn 17. október kl.14:00. í íþróttahúsi Grundarfjarðar.   Frítt inn. Allir velkomnir.  

Starfsmaður í tímabundnar ræstingar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í ræstingar tímabundið frá 23. október til 6. nóvember. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við SDS.   Nánari upplýsingar gefa Sigurður Gísli Guðjónsson og Björgvin Sigurbjörnsson í síma 430 8550.    

Skólamálaþing

Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og grunn- og leikskólanna á Snæfellsnesi Félagsheimilinu Klifi Ólafsvík mánudaginn 2. nóvember 2015:   Fundarstjórar:  Berglind Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi  og Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga      

Kvöldguðþjónusta