Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2016

    Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í sjöunda sinn, árið 2016. Þema keppninnar í ár er Líf og leikur. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2016 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.    

Spilakvöld

Hjónaklúbburinn verður með spilakvöld á Rúben 10.mars nk. klukkan 20:00. Spilað verður Ruslakall. Það kostar 500. kr fyrir félagsmenn  og 1.000. kr fyrir aðra. Allir velkomnir.    

Flottir fulltrúar Grundarfjarðar í Skólahreysti

  Þessi flotti hópur nemenda tók þátt í undankeppninni fyrir Skólahreysti    Í gær, þriðjudaginn 1. mars, fór fram undankeppni nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Skólahreysti 2016. Tíu nemendur tóku þátt í undankeppninni og tóku vel á því í spennandi og skemmtilegri keppni. Áhorfendur fjölmenntu á pallana og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð.  

Bókaverðlaun barnanna 2015

Bókasafn Grundarfjarðar - Grunnskóli Grundarfjarðar   Bókaverðlaun barnanna   Krakkar 6-12 ára. Lesið nýju bækurnar frá 2015 og kjósið bókina sem ykkur þykir skemmtilegust.   Sjáið veggmyndir í bókasafninu, grunnskólanum og leikskólanum.   Kjörseðlar auglýstir betur seinna.   Tvenn verðlaun.    

Rauði krossinn

Aðalfundur Rauða krossins í Grundarfirði verður haldinn miðvikudaginn 2. mars  2016 kl. 17.00 í Sögumiðstöðinni   Venjuleg aðalfundarstörf   Stjórn Rauða krossins í Grundarfirði      

Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri. Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 21. mars n.k.Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.   Reglur um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa   Umsóknareyðublað 2016  

Deildarstjóri leikskóladeildar Grunnskólans í Grundarfirði

  Laust er til umsóknar starf deildarstjóra nýrrar deildar 5 ára barna         Deildarstjóri óskast til starfa við nýja 5 ára deild í Grundarfirði. Deildin verður til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða nýtt, krefjandi og spennandi starf.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.  

Laust starf við Grunnskóla Grundarfjarðar

Skólaliða vantar í 75 % starf við Grunnskóla Grundarfjarðar tímabundið.   Gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.   Umsóknareyðublað.  

Frábært tækifæri til kynningar á matvælaframleiðslu

    Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hyggst vera með borð á næsta matarmarkaði í Hörpu og býður fyrirtækjum af Nesinu að vera með og kynna sínar vörur. Kjörið tækifæri fyrir matvælaframleiðendur til að koma framleiðslu sinni á framfæri.    

112 dagurinn - Kynning á starfsemi viðbragðsaðila bæjarins

    Í tilefni af 112 deginum munu allir viðbragðsaðilar í Grundarfirði aka um bæinn klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 11. febrúar.   Aksturinn endar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem Björgunarsveitin Klakkur, sjúkraflutningamenn og slökkvilið munu kynna starfsemi sína.   Notið tækifærið og kynnið ykkur starfsemi viðbragðsaðila bæjarins.