Hundahreinsun í dag

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu í dag 11. febrúar frá kl.13-17. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

Viðtalstímar vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

    Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og verða veittir styrkir í eftirfarandi verkefni:   1. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2. Verkefnastyrkir á sviði menningar 3. Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála   Frestur til að skila umsóknum er til 15. febrúar 2016.    

Mokstur frá sorptunnum

  Vinsamlegast athugið að sorptunnur séu vel aðengilegar fyrir sorphirðufólk á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar, en þá verða gráu tunnurnar tæmdar. Það er mikilvægt að moka snjóinn frá tunnunum svo sorphirðufólk hafi gott aðgengi að þeim.   

Björgunarsveitin Klakkur, aðalfundur

    Björgunarsveitin Klakkur heldur aðalfund sinn 13. febrúar nk. Kl. 15:00 í húsi Klakks Sólvöllum 17a­   Dagskrá  

Hamingjuóskir til kvenfélagskvenna

    Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og af því tilefni óskar Grundarfjarðarbær kvenfélaginu Gleym mér ei hjartanlega til hamingju með daginn. Grundarfjarðarbær þakkar Gleym mér ei fyrir allt hið óeigingjarna og mikilvæga starf sem félagið hefur unnið á liðnum árum og óskar kvenfélagskonum heilla og velfarnaðar í áframhaldandi vinnu sinni í þágu samfélagsins.   

Erlend millisafnalán

Í tilefni af stefnumóti Svæðisgarðsins í síðustu viku verður erlent safnefni uppi við næstu vikur og kynning veitt á þjónustu millisafnalána fyrir fólk með erlend móðurmál. Interlibrary loan service of mother languages in Iceland. Velkomin.  

Northern Wave kvikmyndahátíðin tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2016

  Kvikmyndahátíðin Northern Wave International Film Festival er á lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina árið 2016 fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Það er til mikils að vinna því handhafi Eyrarrósarinnar fær, auk nafnbótarinnar, 1.650.000 krónur auk flugferða frá Flugfélagi Íslands.

Íbúð til leigu

Laust er til leigu raðhús með bílskúr að Ölkelduvegi 1 í Grundarfirði. Húsið er í eigu Íbúðalánasjóðs, en framleigist af Grundarfjarðarbæ. Húsnæðið leigist í því ástandi sem það er.   Umsóknum skal skila inn á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar eða á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is, eigi síðar en föstudaginn 12. febrúar nk.  

Hundahreinsun

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl.13-17. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.