Minnum á sumarstörf í boði hjá Grundarfjarðarbæ

  Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Á morgun þriðjudaginn 5. apríl munum við í FSN vera með opið hús.   Sjá nánar hér.     

Hafnarstarfsmaður/vigtarmaður

Grundarfjarðarhöfn auglýsir lausa stöðu hafnarstarfsmanns/vigtarmanns   Starfið felst að mestu í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar.   Nánari upplýsingar veitir: Hafsteinn Garðarsson Hafnarstjóri S: 863 1033  

Viltu taka þátt í að móta Menningarstefnu Vesturlands?

  Á næstu dögum verða haldir fundir víða um Vesturland þar sem íbúum er boðið að taka þátt og hafa mótandi áhrif á gerð Menningarstefnu Vesturlands með þátttöku í vinnuhópum á fundunum.   Fundur fyrir íbúa á Snæfellsnesi verður mánudaginn 4. apríl kl. 17.30 í Samkomuhúsinu í Grundarfirði   Við hvetjum íbúa á Vesturlandi til að mæta og leggja sitt af mörkum til að móta skýra stefnu sem verður leiðarljós fyrir öflugt menningarstarf og samstarf sveitarfélaga um menningarmál á Vesturlandi.   Allir velkomnir   Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi  

Skírnarkjólar Grundfirðinga til sýnis í Grundarfjarðarkirkju

 Kirkjan er opin daglega kl. 10-18 fram á sunnudaginn 3. apríl.        Í kirkjuskipi Grundarfjarðarkirkju hanga skírnarkjólar sem Grundfirðingar hafa búið til og verið skírðir í.   Skírnarkjólar eru einstakt handverk notaðir einu sinni í lífi hvers notanda og hafa því dýrmætt og þýðingamikið gildi í hugum fjölskyldnanna sem þeir tilheyra.   Það er mikil fegurð til sýnis í Grundafjarðarkikju þessa daganna.   Kirkjan er opin frá 10-18 fram á sunnudaginn 3. apríl.    

Framlengdur frestur á styrkumsóknum til Þjónusturáðs Vesturlands

Umsóknarfrestur um styrki á grundvelli 27. gr. laga nr. 59/1992 er framlengdur til 4. apríl.   Áður auglýstur frestur til að sækja um styrki til Þjónusturáðs Vesturlands, -v. náms,- verkfæra- eða tækjakaupa, sbr. 27.gr. laga nr. 59/1992 ásamt og með síðari breytingum,- er framlengdur til og með 4. apríl 2016.   Forstöðumaður FSS  

Líf og fjör á árshátíð 1.-7. bekkjar

  Nemendur 1.-7. bekkjar grunnskólans héldu árshátíð sína í síðustu viku og buðu upp á skemmtilega leikþætti. Árshátíðin var vel sótt og augljóst að áhorfendur voru hæstánægðir með skemmtunina.

Framkvæmdir við sundlaugina í fullum gangi

    Vinna stendur nú yfir við endurbætur á aðstöðunni við heitu pottana í Sundlaug Grundarfjarðar. Heitu pottarnir eru í yfirhalningu og barnavaðlaug í smíðum. Verktakinn Gústav Ívarsson sér um verkið og eru áætluð verklok þann 1. apríl nk.      

Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ - umsóknarfrestur til 1. maí

      Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.  

Viðtalstímar bæjarfulltrúa miðvikudaginn 16. mars

     Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðarins.   Annar viðtalstími bæjarfulltrúa á þessu ári verður miðvikudaginn 16. mars nk. klukkan 17-18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar.   Íbúar Grundarfjarðar eru hvattir til þess að nýta tækifærið og ræða við bæjarfulltrúa.   Bæjarstjórn