Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Tónlistarskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir tónlistarkennara til afleysingar í ár. Leitað er að gítarkennara en einnig er æskilegt að viðkomandi geti kennt á fleiri hljóðfæri. Málmblástur, gítar og slagverk.  Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.   Upplýsingar gefur Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sigurdur@gfb.isí síma 4308550 og Linda María Nielsen, deildarstjóri, lindam@gfb.isí síma 4308560   Umsóknareyðublað      

Grunnskólakennari óskast til starfa.

Meðal kennslugreina eru náttúrufræði á miðstigi, íslenska á unglingastigi Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.   Upplýsingar gefur Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sigurdur@gfb.isí síma 4308550   Umsóknareyðublað    

Leikskólakennari óskast til starfa frá 1.ágúst n.k. í leikskóladeildina Eldhamra í 50 – 70 % starfs.

 Hæfniskröfur:• Leikskólakennaramenntun eða annað háskólanám sem nýtist í starfi• Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur• Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp• Hæfni í mannlegum samskiptum• Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í leikskólastarfi   Á Eldhömrum eru nemendur á síðasta ári fyrir grunnskóla. Mikil áhersla er lögð á jákvæðan anda og að starfsfólki líði vel í starfi.   Umsóknarfrestur er til 23. maí. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst n.k.  

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

 Leiðrétting:   Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 18:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla sóknarnefndarSkýrsla safnaðarinsÁrsreikningar lagðir framÖnnur mál Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð.Vonumst til að sjá sem flesta.Sóknarnefnd Setbergssóknar.  

Starfsmaður óskast í áhaldahús og við Grundarfjarðarhöfn

  Laust er til umsóknar starf í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar auk hafnarvörslu við Grundarfjarðarhöfn. Um fullt starf er að ræða. Starfið er fjölbreytt, en starfsmaður mun vinna með verkstjóra áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna og hafnarstjóra eftir þörfum hverju sinni.   Helstu verkefni eru öll almenn störf áhaldahúss og umsjónarmanns fasteigna. Hafnarstarfið felst í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana.    

Tónlistarskólinn í Grundarfirði

  Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskólans í Grundarfirði verða haldnir sunnudaginn 8.maí n.k.  kl 17:00 í sal FSN. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.   Allir hjartanlega velkomnir     

Vortónleikar kirkjukórsins

Grundarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 20.00 Tómas Guðni, Jóhann Ásmunds, Baldur Orri og Sigurgeir spila undir. Einsöngvarar: Gréta Sigurðardóttir og Linda María Nielsen.   Allir velkomnir Enginn aðgangseyrir  

Staðarandi Vesturlands - ráðstefna á Hvanneyri 4. maí

  Blásið til sóknar- Staðarandi Vesturlands – innviðir – ímynd og tækifæri       Miðvikudaginn 4. maí veður haldin á Hvanneyri  ráðstefna   á vegum Samtaka  sveitarfélaga  á  Vesturlandi  og umhverfisskipulagsbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands  með stuðningi frá sóknaráætlun.  

Tónleikar með Stórsveit Snæfellsness og Samúel Jóni Samúelssyni

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí, kl. 14, heldur Stórsveit Snæfellsness tónleika í hátíðarsal FSN í Grundarfirði.   

Leikskólakennari, deildarstjóri - umsóknarfrestur til 1. maí

  Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir deildarstjórum á þrjár deildir sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími kl. 8:00-16:00.   Leikskólinn Sólvellir er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50-55.