Aðalfundur Dvalar-og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls

    Aðalfundur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls Grundarfirði verður haldinn á heimilinu þann 20.06.16 kl. 20:30.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrsla um nýframkvæmdir        

Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 verður lögð fram 15. júní 2016. Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á opnunartíma skrifstofunnar.   Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.      

Vefur um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar

    Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar, en ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar við verkið. Opnaður hefur verið sérstakur kynningarvefur fyrir verkefnið undir vefslóðinni http://www.skipulag.grundarfjordur.is/  

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010

  Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hófust mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2004-2010. Námskeiðin verða í þrjár vikur í júní og tvær vikur í ágúst. Næsta námskeið hefst á mánudaginn, 13. júní og stendur til 16. júní.      

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

    Líkt og undanfarin ár þá býður Grundarfjarðarbær lífeyrisþegum og öryrkjum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar.   Umsóknareyðublöð um garðslátt má nálgast á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma á opnunartíma bæjarskrifstofu.   Umsókn um garðslátt Gjaldskrá  

Snæfellsnes, Eyja-, Miklaholts-, og Kolbeinstaðahreppur – straumleysi

Raforkunotendur á Staðarsveitar-, og Laugagerðislínu, rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 10. júní frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu á 66 kV flutningslínu Landsnets.   Búast má við rafmagnstruflunum á norðanverðu Snæfellsnesi á saman tíma. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.    

Hreinsunardagar í Grundarfirði

 

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2016 - vegleg verðlaun!

    Nú þegar sumarið er gengið í garð er ástæða til að minna á Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar sem er undir formerkjunum líf og leikur þetta árið. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin í keppninni; 50.000 kr fyrir fyrstu verðlaun, 30.000 kr fyrir önnur verðlaun og 20.000 kr fyrir þau þriðju.  

Vinnuskólinn hafinn í Grundarfirði

    Það voru hressileg og dugleg ungmenni sem mættu til starfa í vinnuskólanum í Grundarfirði í morgun. Fyrstu verkefnin fólust í að hreinsa stéttina við grunnskólann og í nágrenni hans. Vinnuskólinn verður starfræktur til 8. júlí í sumar.  

Sýning Josée Conan frá Paimpol opnuð í Sögumiðstöðinni

    Listakonan Josée Conan frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar í Frakklandi, var viðstödd opnun sýningar sinnar í Sögumiðstöðinni í gær. Verk hennar af fiskum og öðru sjávarfangi hafa vakið mikla athygli og var svo sannarlega við hæfi að opna sýninguna á sjómannadaginn hér í Grundarfirði.