Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 1. febrúar n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350 (ath. börn 2-18 ára þurfa tilvísun frá lækni)    

Bæjarstjórnarfundur

210. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.  

Hundahreinsun í Grundarfirði

    Dýralæknir verður í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar miðvikudaginn 17. janúar kl 12:30-16:00. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.  

Áningastaður við Kirkjufellsfoss

Kirkjufellsfoss hefur orðið til sem sjálfsprottinn ferðamannastaður og hefur fjöldi gesta aukist gífurlega hratt. Staðurinn er orðinn einn vinsælasti áfangastaður og mest myndaðasti ferðamannastaður á Snæfellsnesi. Á síðustu árum hefur aðstaða við fossinn verið bætt, s.s. bílastæði og göngustígar, en sú aðstaða annar ekki þeim fjölda gesta sem kemur á svæðið. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar; umgjörð sem tryggir öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn. Grundarfjarðarbær áformar því að vinna deiliskipulag fyrir áfangastaðinn við Kirkjufellsfoss og nánasta umhverfi, í samvinnu við landeigendur.  

Ráðgjöf vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveruvíða um Vesturlands í næstu viku þar sem þau veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.   Þau verða á bæjarskrifstofunni í Grundarfirði þann 11. janúar frá kl. 13-15.   Samtök svietarfélaga á Vesturlandi - Sóknaráætlun Vesturlands 

Kynning á drögum að skipulagsbreytingum vegna Berserkseyrar í Grundarfirði

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 vegna frístundahúsahverfis á Berserkseyri. Samhliða breytingunni er unnið að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Berserkseyri. Drög að skipulagsbreytingunum verða til sýnis á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 5. janúar n.k. á milli kl. 13 – 14 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis á opnunartíma bæjarskrifstofunnar, frá kl. 10 til 14 fram til 12. janúar, og aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grundarfjordur.is.   Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. janúar 2018  annaðhvort á Borgarbraut 16 eða á netfangið: bygg@grundarfjordur.is.   Skjal 1 - Skjal 2 - Skjal 3 - Skjal 4   Skipulags- og byggingarfulltrúi                                                                                                                   Grundarfjarðar  

Rafbókasafnið okkar

                Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Flestar eru á ensku í formi rafbóka. Hlutur hljóðbóka fer þó ört vaxandi. Vonir standa til að fljótlega muni íslenskar rafbækur bætast í safnið. Sjá meira á síðu Borgarbókasafnsins.   Fáið aðstoð með ný notendanúmer og lykilorð á Bókasafni Grundarfjarðar eða með tölvupósti.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning

  Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu laugardaginn 6. janúar kl 17:00 í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks. Álfar munu sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll og kveðjum jólin saman í Kolgrafafirði!