Ljúfir tónar við lygnan fjörð

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8.mars kl 20:00   Sandra Lind Þorsteinsdóttir - sópran, Una María Bergmann - mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir - píanóleikari   Á tónleikunum munu hljóma verk eftir Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, W.A. Mozart, Heinrich Schütz, Saint-Saëns og Leo Delibes. Hlustendum gefst því tækifæri til að kynnast fjölbreyttum íslenskum sönglögum sem og dúettum úr ýmsum áttum.     Aðgangseyrir kr 1500.- Allir velkomnir!         Listvinafélag  Grundarfjarðarkirkju   

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknirverður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 12. mars n.k.Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350

Forvarnir í grunnskólanum með Loga Geirssyni

     Handboltakappinn Logi Geirsson mætti í grunnskólann í gær og fór yfir forvarnir með nemendum. Krakkarnir hlustuðu af athygli á framsögn Loga og voru áhugasamir um fræðsluna. Meðal þess sem Logi fór yfir var markmiðasetning og áherslan á að fylgja sinni eigin sannfæringu. Frábær heimsókn frá handboltakempunni góðu.    

Breyting á sorplosunardegi vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár fyrir þriðjudaginn verður brúna tunnan losuð miðvikudaginn 28. febrúar.      

Aðgengi að sorptunnum

Græna sorptunnan verður losuð á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast hvattir til að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.    

Öskudagur í Ráðhúsi Grundarfjarðar

  Nemendur Eldhamra mættu fyrstir á bæjarskrifstofuna og sungu lag með boðskap; "Það er mikilvægt að B-R-O-S-A."   Það var líflegt á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í gær þegar grímuklædd börn skemmtu starfsfólki með söng í tilefni af öskudeginum. Hér fylgja nokkrar myndum af gestum dagsins.    

Þekking gegn einelti - námskeið

    Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur sé virtur.  

Elva Björk keppir í Söngkeppni Samfés 2018

    Elva Björk Jónsdóttir, nemandi í 10. Bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, mun keppa í Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll þann 24. mars nk. fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Eden. Atriði Elvu Bjarkar var annað tveggja atriða sem voru valin í undankeppni Vesturlands fyrir Samfés, sem haldin var í gærkvöld.  

Bæjarstjórnarfundur

211. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarverður verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Grundarfjörður rafmagnslaust 08.02.2018

Rafmagnslaust verður í Grundarfirði 08.02.2018 frá kl 16:00 til kl 21:00 í ca 2 klst á hverjum stað vegna vinnu við dreifikerfið.Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.