Umsóknir um styrki árið 2015

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2015 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. október 2014.   

Rökkurdagar 2014

Nú er runninn upp sá árstími sem að Rökkurdögum er fagnað hér í bæ. Eins og þið sjáið hér er dagskráin fjölbreytt í ár. Lagt var upp með að sem flestir bæjarbúar geti fundið eitthvað við sitt hæfi og notið góðra stunda í heimabyggð.   Eins og áður eru bæjarbúar hvattir til þess að láta loga á útikertum á meðan að hátíðin stendur yfir.   Góða skemmtun á Rökkurdögum      

Ljósmyndasamkeppnin framlengd til 31. október.

Þar sem að afar fáar myndir höfðu borist í ljósmyndasamkeppnina þann 30. september var ákveðið á fundi menningarnefndar þann 2. október að lengja frestinn til 31. október. Verðlaunaafhendingin og myndasýning mun fara fram á árlegum aðventudegi kvenfélagisns í desember.   Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.    

Bókasafnið lokað vegna landsfundar

Lokað á Bókasafni Grundarfjarðar frá kl. 16:00 miðvikudaginn 1. október og á fimmtudaginn 2. okt. vegna landsfundar Upplýsingar 2014 - Heimurinn í höndum þér. 

Guðsþjónusta 5. október

 

Hreyfivikan hefst í dag

Markmið Hreyfiviku er að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og hvetja fólk til að taka þátt í því. Meðal þess sem í boði verður hér eru opnar æfingar UMFG. Þá verða allir skipulagðir æfingatímar opnir og gefst börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prufa ákveðna grein án endurgjalds.   Tökum þátt og finnum okkar hreyfingu.  

Sjávarútvegssýningin 2014

Sjávarútvegssýningin hófst í Fífunni í Kópavogi í morgun og verður hún opin dagana 25.-27. september. Grundarfjarðarhöfn og fyrirtæki tengd sjávarútvegi í Grundarfirði eru með bás á sýningunni. Allir velkomir.    

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Í tilefni af 10 ára afmæli Fjölbrautarskóla Snæfellinga verður opið hús í skólanum þann 30. september og 1. október. Allir velunnarar FSN eru hvattir til að koma á skólatíma frá kl. 8:30-15:50 og kynna sér starfsemi skólans.   Jón Eggert Bragason, skólameistari 

Umsóknir um styrki árið 2015

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2015 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. október 2014.   

Mennta- og menningarmálaráðherra í Grundarfirði

Illugi Gunnarsson býður Grundfirðingum að koma til fundar við sig og ræða um hvernig megi bæta menntun barna okkar. Hann ætlar að kynna hvítbók sína um menntun og hvernig megi bæta læsi og námsframvindu.   Fundurinn hefst kl 20.00 í Samkomuhúsinu. Allir velkomnir.   Nánari upplýsingar hér.