Northern Wave í Grundarfirði

frettir@ruv.is  Frétt á vef Ríkisútvarpsins 16. febrúar 2010.   Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í þriðja skiptið í Grundarfirði á Snæfellsnesi helgina 3.-7. mars næstkomandi. Sýnd verða 75 tónlistarmyndbönd og stuttmyndir frá 20 löndum. Í ár var ákveðið að hafa frítt inn á alla viðburði og að fá Grundfirðinga til að taka virkan þátt í hátíðinni. Fiskisúpukeppni verður haldin meðal Grundfirðinga og er sjálfur sóknarpresturinn, Aðalsteinn Þorvaldsson, skráður til leiks. Gestir hátíðarinnar dæma og velja bestu súpuna.  

Myndakvöld Ferðafélags Snæfellsness

Myndakvöld Ferðafélags Snæfellsness verður í Stykkishólmi, 24. Febrúar kl. 20. Á  Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3. Myndir verða sýndar úr göngum síðasta sumars, ásamt áhugaverðum myndum af fjallgarðinum. Aðgangur er ókeypis.  

Aðalfundur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grundarfjarðar   Aðalfundur Ungmennfélags Grundarfjarðar verður haldinn sunnudaginn 21.02.2010 á Hótel Framnesi kl. 16.00.  Boðið verður upp á léttar veitingar. Einning viljum við minna á nýja heimasíðu UMFG en hún er komin upp og er í vinnslu. Endilega kíkið á það.   http://umfg.grundo.is          Stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar  

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun

Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefst 22. febrúar, kennt á mán. og fim. kl. 17:30 til 19:40 Megináhersla lögð á að styrkja lestrar- og ritunarhæfni auka hæfni til starfs og áframhaldandi náms áhersla er lögð á að efla lesskilning, lestrarlöngun, úthald við lestur og stafsetningarfærni.Kennd mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki, s.s. yfirlestrar og leiðréttingarforrit. Námið er metið til allt að 5 eininga í framhaldsskóla. Kennt er í litlum hópum (aðeins 8 komast að á námskeiðinu) Kennslustundir : 60. Verð : 10.000,00 kr.Kennari : Jakob Bragi Hannesson kennari FSN Skráning: í síma: 437-2390 eða í netfang skraning@simenntun.is  

Grundarfjörður í C riðli

Í gær var dregið í riðla í 3 deildinni í Íslandsmóti KSÍ. Grundarfjörður var í pottinum og lenti í C-riðli.   C-Riðill: Augnablik Grundarfjörður KB Léttir Skallagrímur Tindastóll Ýmir 

Fullbókað í gistingu í sumar

Skessuhorn 12. febrúar 2010: Á fundi stýrihóps um stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði, sem haldinn var fyrir stuttu, kom fram að útlit er fyrir aukinn fjölda ferðamanna á komandi sumri. Upplýst var að nú þegar væri fullbókað á gististöðum í júlí og ágúst en á sama tíma í fyrra hafði aðeins verið bókað í 50-60% gistirýma fyrir þá mánuði. Kom fram á fundinum að átak þyrfti til að svara aukinni eftirspurn. Þá kom fram að stýrihópurinn hefur haft samband við veitingastaði á svæðinu og á þeim hefði verið vel tekið í hugmyndir um að efla framboð á hráefni úr Breiðafirði á matseðlana. 

112 dagurinn

  Í tilefni 112-dagsins hélt Slökkvilið Grundarfjarðar sýningu á nýjum björgunarklippum. Sýndu meðlimir sveitarinnar fagleg og fumlaus vinnubrögð, og greinilegt að þeir kunna til verka.

Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í tengslum við dagskrá Sólardaga verður Haiti söfnun á dagskrá, þar sem seldir verða notaðir munir og fatnaður.  Það er vel til fundið að nýta tækifærið og koma nauðstöddum á Haití til hjálpar.  Gestir og gangandi eru velkomnir að líta við í FSN á Sólardögum, fimmtudaginn 11. fegrúar og föstudaginn 12. febrúar. Dagskrá:

Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010

Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/2010, skal við þjóðaratkvæðagreiðsluna taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.   Þetta þýðir að við þjóðaratkvæðagreiðsluna í næsta mánuði verða menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 13. febrúar 2010.   Lögheimilisflutninga skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar í Grundarfirði en einnig er hægt að tilkynna flutning til Þjóðskrár.   Grundarfjarðarbær

Sýning á nýjum björgunarklippum

Á morgun, fimmtudag, verður Slökkvilið Grundarfjarðar með sérstaka sýningu á nýjum björgunarklippum sveitarinnar. Klippurnar voru keyptar með dyggum stuðningi Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar, Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagsins Gleym mér ey ásamt því að meðlimir slökkviliðsins fækkuðu fötum á dagatali sem þeir seldu. Sýningin verður klukkan 15:00 á malarplaninu gegnt Sögumiðstöðinni. Að sýningu lokinni býður slökkviliðið velunnurum í kaffisopa á slökkviliðsstöðinni.