Sunnudaginn 31. ágúst var síðasta messa Sr. Elínborgar Sturludóttur í Setbergsprestakalli. Margir mættu til að kveðja Elínborgu og fjölskyldu hennar í athöfn sem var hátíðleg og skemmtileg. Runólfur Guðmundsson formaður sóknarnefndar færði Elínborgu, og eiginmanni hennar Sr. Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni, að gjöf mynd af Grundarfirði sem tekin er ofan af Kirkjufelli. Einnig afhenti Guðmundur Ingi bæjarstjóri þeim hjónum aðra mynd af Kirkjufelli sem tekin er frá Kirkjufellsfossi að gjöf frá Grundarfjarðarbæ.