Konur í Grundarfirði héldu kvennafrídag í gær eins og stöllur þeirra víða um land, í fallegu og björtu veðri. Um 220 konur, á öllum aldri, skunduðu í samkomuhúsið þar sem undirbúningshópur hafði skipulagt dagskrá og kaffisamsæti.
Samkomuhúsið var þétt setið á kvennafrídaginn. Mynd HJJ.