Menningarsamningur og vaxtarsamningur á aðalfundi SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldinn föstudaginn 28. október, á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd.  

Rökkurdagar fara vel af stað

Rökkurdagar í ár hafa farið mjög vel af stað. Vika er liðin og margir skemmtilegir menningarviðburðir hafa átt sér stað. Aðsókn að viðburðum hefur verið góð, enda dagskráin fjölbreytt.    

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Kristín Björg Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands frá og með 1. nóvember n.k. Hún mun hafa ferðamál sem sitt sérfag, en hún lauk námi í markaðshagfræði í janúar sl. frá Vitus Bering skólanum í Horsens, Danmörku.  

Grundarfjarðarhátíð á Classic Rock í Reykjavík

Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði mun spila á Classic Rock, Ármúla 5 í Reykjavík, föstudagskvöldið 28. og laugardagskvöldið 29. október n.k. frá kl. 23:00 til kl. 03:00 bæði kvöldin. Aðgangseyrir er 500 kr. Allir Grundfirðingar, bæði heimamenn og brottfluttir, eru hvattir til að mæta á þessa einstöku hátíð!

Nýr vegur yfir Kolgrafafjörð formlega vígður

Föstu­daginn 21. október sl. opnaði sam­göngu­ráð­herra formlega nýjan veg um Kolgrafafjörð.   Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borðann ásamt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóra. Mynd: G. Kristj. Verkið var boðið út í febrúar 2003. Samið var við Háfell ehf. og Eykt ehf. um verkið og hófust framkvæmdir í lok apríl 2003. Vegurinn var lagður bundnu slitlagi og opnaður fyrir umferð haustið 2004 sem var 6 mánuðum á undan áætlun. Verktakinn lauk síðan við sinn hluta verksins sl. sumar.  

Kvennafrídagurinn í Grundarfirði

Konur í Grundarfirði héldu kvennafrídag í gær eins og stöllur þeirra víða um land, í fallegu og björtu veðri. Um 220 konur, á öllum aldri, skunduðu í samkomuhúsið þar sem undirbúningshópur hafði skipulagt dagskrá og kaffisamsæti.   Samkomuhúsið var þétt setið á kvennafrídaginn. Mynd HJJ.  

Fyrsta steypa í viðbyggingu leikskólans

Föstudaginn 21. október sl. var fyrsta steypa í viðbyggingu leikskólans. Steyptir voru allir sökklar hússins í einu lagi, og var steypumagnið áætlað á annan tug rúmmetra. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikss ehf. sem annast verkið. Sjá á meðfylgjandi myndum.  

Kvennafrídagur í Grundarfirði

Í dag halda konur víðsvegar um landið kvennafrídag. Þrjátíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum fræga þann 24. október 1975, þegar konur í tugþúsundavís lögðu niður störf. Tilgangurinn þá var að sýna fram á mikilvægt framlag kvenna í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Konur vildu á þeim tíma undirstrika að þær væru ekki varavinnuafl.  

Veðrið þessa stundina ...

Eins og glöggir lesendur Grundarfjarðarvefsins hafa tekið eftir, þá er „veðrið þessa stundina” sem birt er á forsíðunni hreinlega ekki veðrið þessa stundina, heldur veðurlýsing fyrir löngu liðna stund.  

Hópleikurinn.

Staðan í hópleik getraunastarfs UMFG. EÝ 1825 heldur forustunni og Sætir í öðru sæti og Bræðurnir í því þriðja. Stöðu allra hópanna má sjá hér fyrir neðan ásamt gengi þeirra um helgina.