Grundarfjarðarvöllur í dag.

Í dag kl 12:30 er síðasti leikur ársins á Grundarfjarðarvelli. 3.fl UMFG tekur á móti IA. Ekki hefur áður verið leikið fyrsta vetrardag á Grundarfjarðarvelli. Mætum á völlinn í góða veðrinu og hvetjum strákana okkar til sigurs. Þetta er þriðji leikur þeirra á Faxaflóamótinu og hafa þeir tapað einum og unnið einn. Allir á völlinn !

Fréttatilkynning frá Grundarfjarðarkirkju

Sr. Elínborg Sturludóttir er í veikindaleyfi og mun verða um óákveðinn tíma. Á meðan mun prófasturinn í Snæfells- og Dalaprófastdæmi, sr. Gunnar E. Hauksson í Stykkishólmi, hafa umsjón með afleysingum. Sími sr. Gunnars er 4381632

27 daga menningarveisla

Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga, var formlega sett í gærkvöldi við opnun myndlistarsýningar Svövu K. Egilson sem sýnir textílverk í Eyrbyggju - sögumiðstöð. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt: leiklist, myndlist, tónlist af ýmsum toga, kvikmyndir, uppistand, sagnalist,  upplestur og margvísleg önnur afþreying í bland.  

Fjölskyldstefna Grundfirðinga

Árið 1997 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Ríkisstjórn og sveitarstjórnum á hverjum tíma ber skv. þeirri ályktun að marka sér opinbera stefnu í málefnum fjölskyldunnar í því skyni að styrkja hana og vernda án tillits til gerðar hennar og búsetu.  

Ný stjórn hjá foreldrafélagi leikskólans

Ný stjórn hefur verið kosin í foreldrafélag leikskólans. Stjórnina skipa:   Pétur og Eva Jódís       Formenn Fríða og Guðmundur    Gjaldkerar Steinar og Una             Ritarar Unnur og Jökull            Meðstjórnendur    

Landaður afli fiskveiðiárið 2004-2005

Í töflunni hér að neðan má sjá landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn fiskveiðiárið 2004-2005 eftir tegundum. Heildarafli fiskveiðiársins var 20.585 tonn samanborið við 14.886 tonn fiskveiðiárið 2003-2004.   Tegundir: Afli í kg. Þorskur 4.341.440    Ýsa 3.403.336    Karfi 4.079.258     Steinbítur 1.083.725    Ufsi 774.732     Beitukóngur 503.962    Rækja 285.960    Grásleppuhrogn 11.893    Skötuselur 18.630    Langa  37.927    Sæbjúgu 65.488     Gámafiskur 5.604.513    Aðrar tegundir  374.183    Alls 20.585.047     

Símenntun - Ilmkjarnaolíur

Fjallað verður um eiginleika og áhrif ilmkjarnaolía á líkama og huga og kynntar ýmsar notkunarleiðir. Farið verður í blöndun á olíunum  og munu þátttakendur útbúa sínar eigin blöndur til að fara með heim.   Innifalið í verði er námskeiðsmappa með uppskriftum og lýsingum á ilmkjarnaolíum og áhrifum þeirra.   Hefst 31. okt. kl. 18:00 til 22:00 í Grunnskólanum í Grundarfirði. Kennari: Friðgerður Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðinugur   Upplýsingar  og skráning: Í síma 4372390 tölvupóstur  svava@simenntun.is www.simenntun.is  

Tréskurðarnámskeið hjá Símenntun!

Enn er laust á Tréskurðarnámskeið sem Símenntun Vesturlands stendur fyrir. Námskeiðið verður haldið dagana 21. og 22. október Í grunnskólanum í Grundarfirði. Námskeiðið er 2 skipti, alls 16 kennslustundir. Verð kr. 14.900. Kennari: Jón Adólf Steinólfsson listamaður. Þátttakendur muna læra grunnhandtök í tréútskurði og hanna eitt til tvö verk á námskeiðinu.   Upplýsingar og skráning í síma 4372390 og á www.simenntun.is.   Hægt er að skoða verk eftir listamanninn á heimasíðu hans www.jonadolf.com.

Frá unglingadeildinni Pjakk

Við í Unglingadeildinni Pjakk viljum þakka fyrir góðar móttökur Þriðjudaginn 11. okt er við gengum í hús og seldum klósettpappír. Einnig viljum við benda á það að við eigum nóg eftir og ef einstaklingar eða fyrirtæki hafa áhuga á að kaupa góðan klósettpappír á góðu verði þá er hægt að ná í okkur í síma: 847-2969   Kærar kveðjur, Gísli Valur, umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Pjakks

Stóraukin notkun á vefsíðunni

Innlit á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar náðu nýjum hæðum í síðasta mánuði. Alls voru innlitin 10.828 en voru liðlega 6.000 í sama mánuði 2004. Nú þegar eru innlit á vefsíðuna fleiri en allt árið í fyrra.   Það er mikilvægt að notendur vefsíðunnar geti treyst þeim upplýsingum sem þar birtast og því er síðan uppfærð daglega.