Egilssögunámskeið – hefst á mánudaginn – 10. október

Símenntunarmiðstöð Vesturlands verður með Egilssögunámskeið í vetur. Námskeiðið hefst í dag og stendur fram til 3. apríl. Á námskeiðinu verður Egilssaga lesin og rædd með aðstoð mismunandi sérfræðinga: Viðar Hreinsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Torfi Túliníus, Baldur Hafstað, Jón Karl Helgason og Finnur Torfi Hjörleifsson.  

Niðurstöður sameiningarkosninganna

  Á kjör-skrá Kosninga-þátttaka Já sögðu Nei sögðu Auðir/ ógildir Snæfellsnes 2.677 1.642 61% 383 23% 1.236 75% 23 2%                   Eyja- og Miklaholtshreppur 72 61  85% 26 43% 34 56% 1 2% Snæfellsbær 1.139 676  59% 138 20% 531 79% 7 1% Grundarfjarðarbær 635 440  69% 63 14% 371 84% 6 1% Helgafellssveit 48 34  71% 8 24% 25 74% 1 3% Stykkishólmsbær 783 431  55% 148 34% 275 64% 8 2%   Gögn fengin af vef Stykkishólmsbæjar.

Sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum á Snæfellsnesi

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi hefur tilkynnt úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu Helgafellssveitar, Eyja-og Miklaholtshrepps, Stykkishólmsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Snæfellsbæjar.  

Sameiningarkosningar - talningu lokið

Talningu lauk um ellefuleytið á kjörstað í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Á kjörskrá voru 635 en íbúar í Grundarfirði eru rúmlega 960. Þátttaka í kosningunni var góð, 440 greiddu atkvæði bæði á kjörfundi og utan kjörfundar, sem er 69,3% kjörsókn. Samþykkir sameiningu og sögðu já voru 63, eða 14,3% en 371 sögðu nei og höfnuðu sameiningu, eða 84,3%. Auðir og ógildir seðlar voru 6, eða 1,4%.

Kjörfundur vegna sameiningarkosninga 8. október

Kjörfundur vegna sameiningar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi verður haldinn laugardaginn 8. október nk. Kjörstaður er í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Kjörfundur stendur frá kl. 10.00 til kl. 22.00. Athygli er vakin á því að kjósendur geta þurft að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

Unglingadeildin Pjakkur gengur í hús

Næstkomandi þriðjudag kl 20:00 mun unglingadeildin Pjakkur ganga í hús og selja klósettpappír. Þetta er fjáröflun fyrir deildina. Endilega takið vel á móti krökkunum þegar þau banka uppá hjá ykkur.

Skippers d´Islande siglingakeppni 2006

Þann 4. október sl. komu þrír Frakkar í heimsókn til Grundarfjarðar. Þau eru skipuleggjendur siglingakeppninnar Skippers D’Islande sem farin verður í júní-júlí á næsta ári. Heimsókn Frakkanna var liður í undirbúningi keppninnar og voru skoðaðar aðstæður í Grundarfjarðarhöfn og -bæ. Siglingakeppnin hefst í Primpol í Frakklandi, vinabæ Grundarfjarðar, þann 24. júní nk. Siglt verður um 1.210 mílna leið til Reykjavíkur og þaðan haldið til Grundarfjarðar.

Gamla löggustöðin rifin

Eitt af eldri húsum bæjarins mun á næstunni hverfa úr miðbænum, þ.e. Grundargata 33. Það er gamla löggustöðin, þar sem Gallerí Grúsk hafði síðast aðstöðu. Olíufélagið Esso og verslun Ragnars Kristjánssonar voru á sínum tíma í húsinu, sem var byggt árið 1945 skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Nú stendur til að rífa húsið og voru tilboð opnuð í rif og hreinsun á húsinu, föstudaginn 30.09 sl. Þrír verktakar buðu í verkið en það voru Vélaleiga Kjartans, Dodds ehf. og Rávík ehf. Rávík ehf. átti lægsta boð og var ákveðið að taka því. 

Á kjörskrá 8. október n.k.

Þann 8. október n.k. verður gengið til kosninga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þau eru Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.                       Á kjörskrá í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi eru samtals 2.677 íbúar, 1393 karlar og 1.284 konur. Í Grundarfjarðarbæ eru 635 einstaklingar á kjörskrá, eða tæp 24% kjósenda, 338 karlar og 297 konur.  

Stofnun visthóps(hópa)

 Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í visthópi/hópum undir merkjum Vistvernd í verki. Um er að ræða framkvæmd á markmiðum bæjarins í áætlun skv. Staðardagskrá 21. Með þátttöku í verkefninu Vistvernd í verki lærist hvernig hægt er að taka upp vistvænni lífsstíl með ýmsum einföldum breytingum á daglegu lífi, án þess að dregið sé úr lífsgæðum.