Nýr liður á vefnum

Vakin er athygli á því að hér á vefnum er að finna útlistun á markmiðum bæjarins skv. Staðardagskrá 21, og ennfremur upplýsingar (í aftasta dálki töflu) um hvort og hvernig reynt sé að ná settum markmiðum. Sjá hlekk í Gaman að skoða  

Sýningin Kvennaverk

Þær Dagbjört Lína, Kristín og Hrafnhildur Jóna opnuðu fyrir skemmstu sýninguna Kvennaverk í Sjálfstæðishúsinu að Grundargötu 24. Þar sýna þær hátt í 40 verk sem öll eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Dagbjört Lína og Kristín sýna bæði gler- og leirmyndir. Þær eru einnig að koma af stað framleiðslu á matarstelli og öllum tilheyrandi fylgihlutum úr gleri. Þar getur kaupandinn tekið þátt í hönnun matarstellsins og komið með sínar óskir um útlit og fleira. Hrafnhildur Jóna sýnir tölvumyndir á skjávarpa. Hægt er að kaupa þessar myndir í mismunandi útfærslum og  samráði við Hrafnildi Jónu getur kaupandinn valið sína útfærslu á verkunum, t.d. er hægt að prenta á pappír, tau og striga.

Tómstundastarf eldri borgara í Grundarfirði

Eldri borgarar í Grundarfirði hafa hist vikulega í gamla fjarnámsverinu sem er til húsa að Borgarbraut 16. Þær Kristín Pétursdóttir og Dagbjört Lína Kristjánsdóttir leiðbeina áhugasömum og kynna fyrir þeim ýmiss konar föndurmynstur. Allir eldri borgarar í Grundarfirði eru velkomnir í tímana. 

Frá heilsugæslustöð Grundarfjarðar

Háls-, nef- og eyrnalæknir   Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni föstudaginn 4. nóvember. Tekið er á móti  tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma 438-6682.

Málfundur um öryggismál

Miðvikudaginn 2. nóvember var haldinn málfundur um öryggismál sjófarenda í Grundarfirði. Fundurinn hófst kl. 20.00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og var fundarstjóri Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Fundurinn var sá fyrsti í röð funda um land allt um öryggismál. Málfundum þessum er ætlað að vekja athygli á einstökum þáttum í öryggismálum, svo sem nýjungum í öryggisfræðslu o.fl., og eru hluti áætlunar um öryggi sjófarenda.  

Fundargerðir framkvæmdaráðs Snæfellsness

Vakin er athygli á því að fundargerðir framkvæmdaráðs Snæfellsness eru aðgengilegar á vef Grundarfjarðarbæjar. Neðarlega á hægri hlið forsíðunnar, undir dálknum gaman að skoða, er hægt að smella á Green Globe 21 merkið og þá opnast undirsíða með ýmsum upplýsingum um Green Globe 21 og stefnu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála Snæfellsness. Hægt er að fara beint inn á síðuna hér.

Opinn kynningarfundur um hitaveitumál

Orkuveita Reykjavíkur, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, boðar til kynningarfundar um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar.   Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar í kvöld,  1. nóvember, kl. 20.00  Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið yfir rannsóknir og fyrirhugaða lagningu hitaveitu, skv. samningi við Grundarfjarðarbæ. Á fundinum verður kynnt staða rannsóknanna og áform um framkvæmdir við lagningu veitunnar, auk þess sem fulltrúar OR munu kynna fyrirtækið og leita eftir sjónarmiðum íbúa.    Allir hvattir til að mæta!

Staðan í hópleiknum.

  Aðeins hefur saxast á forskot EÝ hópsins og nú munar aðeins einu stigi á þeim og Sætum. Gaman að sjá hvernig fer í næstu viku. Eý er í fyrsta sæti , sætir í öðru og stelpurnar í Hársport United í því þriðja. UMFG þakkar góðar viðtökur við kökubasarnum. Stöðu allra hópanna má sjá hér fyrir neðan.

Stór glæsilegur kökubasar.

 Núna er í Sögumiðstöðinni glæsilegur kökubasar með fulllt af hnallþórum og öðru góðgæti. Opið er fyrir 1x2 til kl 12:30. Sögumiðstöðin verður opin til kl 16 í dag. Til sýnis eru einnig munir tengdir enska boltanum.

Gatnagerð, skipulagshönnun og útboð sorpmála

Á fundi bæjarráðs þann 26. október sl. og á fundi umhverfisnefndar þann 18. október sl. var kynnt tillaga um gatnagerð í Fellabrekku. Um er að ræða nýjan botnlanga, sem kemur í framhaldi af núverandi hluta Fellabrekku. Á næstu dögum verður tillagan kynnt íbúum í nágrenninu.