Sætir sækja á í Hópleiknum

Nú er farið að færast fjör í Hópleikinn, því margir hópar eru farnir að banka á efsta sætið. Eins og stöðutaflan hér fyrir neðan sýnir, þá er EÝ 1825 sem hafa forystu eins og er, en aðeins með tveggja stiga mun á S.G.Hópinn. En Sætir sem, eru í þriðja sæti eru í mikilli sókn.    

Grundfirðingar tóku vel á móti Blóðbankabílnum

44 einstaklingar komu og gáfu blóð eða gerðust blóðgjafar þegar blóðbankabílinn kom til Grundarfjarðar 5. október sl. Voru forstöðumenn blóðsöfnunarferða mjög ánægðir með ferðina og vildu koma á framfæri þakklæti til Grundfirðinga. Jafnframt hlakka þau til að heimsækja Grundarfjörð aftur í vor til að sjá hvort metið verði slegið. 

Tilkynning um breytingar á “Hönnugili”

Vinnuhópur/tillöguhópur, sem skipaður var af umhverfisnefnd, hefur gert tillögu að mótun Hönnugils, en það er gilið þar sem “Merkjalækur” rennur fram um, en þessi lækur er sagður vera á merkjum Hellnafells og Grafar.   Forsaga málsins er sú að umhverfisnefnd gerði á sínum tíma tillögu að því að móta þetta svæði sem útivistarsvæði og skildi ”tippa” þangað efni sem til félli í tengslum við ýmsar framkvæmdir í bænum.  Bæjarráð Grundarfjarðar samþykkti þessa tillögu umhverfisnefndar á fundi sínum í maí sl., en óskaði að fá heildstæðar tillögur um skipulag þessa svæðis. 

Vinnu við aðalskipulag dreifbýlis að ljúka

Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hjá Teiknistofunni Eik er nú að leggja lokahönd á  tillögur sínar um aðalskipulag dreifbýlis. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. september sl. kynnti hún bæjarstjórn og umhverfisnefnd drög að tillögunum. Farið var yfir áherslur og meginmarkmið með gerð skipulagsins, m.a. um sjálfbæra þróun.

Snæfellingurinn James Bond – og aðrir góðir gæjar og píur

Nú hefur það fengist staðfest, eftir áreiðanlegum heimildum, að 007 – James Bond – er Snæfellingur – að sjálfsögðu – og gott ef hann er ekki Grundfirðingur. Hann mun heiðra okkur með nærveru sinni á menningarhátíðinni Rökkurdögum, en sérlegur leiðsögumaður hans þar verður Ingi Hans. Undirbúningi Rökkurdaganna er nú að ljúka. Hátíðin hefst fimmtudaginn 20. október n.k. og stendur í um þrjár vikur, en þetta er í annað sinn sem hún er haldin. 

Bæjarstjórnarfundur

61. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 13. október kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru m.a. fundargerðir nefnda og ráða, niðurstöður sameiningarkosninganna, endurskoðuð fjárhagsáætlun 2005, umferðarskipulag við grunnskóla, reglur um byggðakvóta og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri 

65. Stjórnafundur

65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. október 2005 kl. 18:00 í Lágmúla 6 í Reykjavík.   Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson    

Foreldranámskeið og starfsdagur í Grunnskóla Grundarfjarðar

Foreldranámskeið Nú er skólahald hafið fyrir alvöru og festa að komast á starfið.  Framundan eru foreldranámskeið fyrir foreldra nemenda í  1. bekk sem verður 13. sept., fyrir foreldra nemenda í 5. bekk sem verður 15. september og fyrir foreldra nemenda í 8. bekk sem verður 21. september.  Á þessum námskeiðum verður lögð áhersla á að upplýsa foreldra um ýmis atriði sem varða nemendur á þessum aldursstigum.  Foreldrar nemenda í þessum bekkjum fá sent bréf fyrir námskeiðið með dagskrá og nánari tímasetningum.  

Enn fjölgar í Hópleik UMFG-getrauna

Nú um helgina var keppt í þriðja sinn í Hópleiknum og fjölgaði hópunum um 5 og eru því orðnir 16. Staðan breyttist ekki á toppnum því EÝ 1825 hafa aukið forskot sitt um 2 stig og leiða núna með 28 stig, en Bræðurnir, S.G. Hópurinn og Sætir sækja fast að þeim með 25 stig.  

Stofnun mánaðarins

Bókasafn Grundarfjarðar er almenningsbókasafn rekið af Grundarfjarðarbæ en er ætlað að veita skólasafnsþjónustu við grunnskólann og tónlistarskólann. Þjónustusvæðið er Grundarfjarðarbær.   Bókasafnið er upplýsinga- og menningarstofnun sem veitir öllum íbúum á þjónustusvæðinu jafnan og greiðan aðgang að upplýsingum og fjölbreyttum bókakosti.