Tæknibærinn Grundarfjörður; Rafrænt samfélag

Byggðastofnun hefur kynnt sveitarfélögum að á næstunni verði efnt til samkeppni meðal sveitarfélaga um þróunarverkefni undir yfirskriftinni ,,Rafrænt samfélag”. Er það liður í framkvæmd á byggðastefnu Alþingis 2002-2005 og hefur bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkt að sækja um þátttöku í verkefninu, eins og áður hefur verið greint frá hér á heimasíðunni. 

39. Stjórnarfundur

39. stjórnarfundar Eyrbyggja 7. janúar 2003  kl 20:00 á Cafe Borg í Kópavogi   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Ásgeir Þór Árnason (sem gestur), Sigurberg Árnason (sem gestur).  

Jólin kvödd

Jólin voru framlengd um einn dag í Grundarfirði að þessu sinni. Þrettándabrennan sem vera átti í gær, var slegin af vegna roks. Hún fór fram í dag og var margt álfa og furðufólks á ferðinni, þar á meðal álfadrottningin sjálf og álfakóngur.   Það var foreldra- og kennarafélag Grunnskólans sem stóð fyrir skemmtuninni og Björgunarsveitin Klakkur sá fyrir vel heppnaðri flugeldasýningu.  

Gleðilegt nýtt ár!

Árið 2002 er liðið – og aldrei það kemur til baka, eins og segir í sálminum. Árið 2003 er gengið í garð, snjólaust og nánast vorveður í lofti.   Töluvert af flugeldum var sent upp í loftið á áramótunum, en því miður höfðu ekki allir fyrir því að hreinsa afgangana upp eftir sig, svona það sem ekki flýgur út um víðan völl. Enn er þó tími til þess þar sem ekki hefur snjóað yfir herlegheitin.