Landsþing ungs fólks

Tveir fulltrúar úr Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í Landsþingi ungs fólks, sem haldið var í Reykjavík laugardaginn 5. apríl sl. á vegum SAMFÉS, sem eru fagsamtök félagsmiðstöðva og æskulýðsskrifstofa á Íslandi. Félagsmiðstöðin okkar Grundfirðinga er aðili að SAMFÉS. Til að líta inn á heimasíðu SAMFÉS má smella hér.

Málþing unglinga í Grundarfirði

Í dag kl. 17.30 verður málþing unglinga haldið í samkomuhúsinu. Þar munu unglingarnir segja frá því starfi sem er í Grundarfirði og hvað mætti betur fara. Sýnum samstöðu og áhuga á því sem unglingarnir hafa fram að færa. Mætum öll því þau eru framtíð Grundarfjarðar!!  

Vígsla hafnarmannvirkis

Í dag laugardaginn 5. apríl fór fram vígsla hafnarmannvirkis, 100 metra lengingar Norðurgarðs (stóru bryggju) Grundarfjarðarhafnar.   Í grenjandi sunnanátt hópaðist prúðbúinn mannfjöldinn niður á bryggju þar sem fram fór stutt en hátíðleg athöfn.

TÓN-VEST 2003

Síðastliðinn miðvikudag 26. mars fóru 11 nemendur úr Tónlistarskólanum ásamt 2 kennurum til þess að taka þátt í “Tón-vest-tónleikum”.  Þessir tónleikar eru haldnir síðasta miðvikudag í marsmánuði ár hvert og taka þátt í þeim nemendur úr öllum tónlistarskólum á Vesturlandi  Að þessu sinni voru þeir haldnir í Dalabúð í Búðardal. 

Átak gegn einelti - Olweusar verkefnið

Í kvöld, kl. 20.00 verður haldinn opinn kynningarfundur í Grunnskóla Grundarfjarðar um Olweusar- verkefnið og niðurstöður úr könnun sem fram fór í skólanum á tíðni eineltis verðar kynntar. Könnun þessi var framkvæmd meðal nemenda í 4.-10. bekk í desember 2002.    

42. Stjórnarfundur

42. stjórnarfundar Eyrbyggja 2. apríl 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir.  

"Algjör vitleysa" - árshátið 5. - 7. bekkjar

Í dag kl. 18.00 verður árshátíð 5.-7. bekkjar haldin í samkomuhúsinu. Þar verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og lofað er miklu fjöri. Æfingar hafa staðið stíft að undanförnu og verður án efa hægt að njóta skemmtilegrar stundar með krökkunum. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna, en það kostar aðeins 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn.   Til hamingju með daginn krakkar!

Á góðri stund í Grundarfirði.

Félag atvinnulifsins í Grundarfirði (FAG) er nú að hefja undirbúning að hátíðinni okkar og sem fyrr er stefnt að metnaðarfullri, menningarlegri og skemmtilegri dagskrá.   FAG óskar eftir góðum hugmyndum frá bæjarbúum um einstaka dagskrárliði og almennum atríðum sem þeir óska eftir að tekið verði tillit til við skipulagningu hátíðarinnar. Jafnframt er auglýst eftir einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum sem vilja taka að sér einstaka liði í framkvæmd hátíðarinnar.   Hittumst á Krákunni í kvöld miðvikudaginn 26. mars kl. 20:30 og ræðum málin.   Einnig er hægt að senda tölvupóst með hugmyndum á tangi2@li.is  

Sjálfseignastofnun um sögumiðstöð

Í bæjardagbók þann 17. janúar var sagt frá stofnun áhugamannafélagsins Blöðruskalla. Félaginu er ætlað að vinna að undirbúningi sjálfseignarstofnunar sem ætlað er að taki til starfa og fari með forsvar fyrir Eyrbyggju – sögumiðstöð. Eins og fram kom í bæjardagbókinni var samið um kaup á húsnæði gömlu verslunarinnar Grundar undir starfsemi sögumiðstöðvar, en sögumiðstöð er fyrri áfangi í áætlun um að setja á stofn Eyrbyggju – sögumiðstöð og sögugarð skv. viðskiptaáætlun sem unnin var fyrir Grundarfjarðarbæ. Í síðari áfanga er gert ráð fyrir að gera skil merkri sögu Grundarfjarðar­kaupstaðar á Grundarkampi. En sá áfangi bíður betri tíma.  

Fundur í forvarnarhópi

Fundur var haldinn í forvarnahópi í dag, nokkurs konar framhaldsfundur frá fundinum sem var 4. mars (sjá bæjardagbók 6. mars). Rætt var um frekari útfærslur á þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta fundi hópsins, þ.e. að halda málþing fyrir unglinga í Grundarfirði og að halda opinn fund fyrir foreldra og aðra áhugamenn um forvarnir í sveitarfélaginu. Munu sérstakar framkvæmdanefndir vinna að frekari skipulagningu á næstu vikum.   Ákveðið var að stefna að því að halda málþing unglinganna kl. 19.30 þann 9. apríl næstkomandi og opna fundinn fyrir foreldra og fleiri, þann 24. apríl kl. 17.00.