Tilboð í íbúðir eldri borgara

Þriðjudaginn 29. apríl sl. voru opnuð á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, tilboð í byggingu og frágang, þ.m.t. lóðafrágang, á sjö íbúðum fyrir eldri borgara.  

Kynningarfundur um Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þann 6. febrúar sl. ákváðu menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og fulltrúar sveitarfélaga á Snæfellsnesi að hafinn yrði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi.   Í tilefni af þessu eru haldnir upplýsingafundir um hinn nýja skóla dagana 28. til 30. apríl, annars vegar fyrir verðandi nemendur og hins vegar fyrir alla áhugasama, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Sumardagurinn fyrsti

Opið hús í Leikskólanum Sólvöllum Á sumardaginn fyrsta er opið hús í leikskólanum frá kl. 13 – 15. Þar verða verk nemenda til sýnis og sölu og er ágóðanum varið í hjóla- og leikfangasjóð. Foreldrafélagið verður með kaffisölu og leikskólabörn syngja nokkur lög kl. 13.30.  

Umhverfisfegrun

Vorið er komið, það er ekki um að villast. Fuglasöngur og iðagræn tún, löngu fyrir hefðbundinn vitjunartíma.   Vorinu fylgir hin hefðbundna vorhreingerning. Hún getur falist í ýmsu, s.s. að þvo glugga, taka til í bílskúrum og á háaloftum, og svo auðvitað að taka til í garðinum.

Skipulagsmálin rædd

Á sameiginlegum fundi umhverfisnefndar og bæjarstjórnar Grundarfjarðar nú í kvöld fór fram umræða um skipulagsmál bæjarins. Tilefnið var fyrst og fremst að ræða um mögulega staðsetningu byggingar fyrir framhaldsskóla.   Eins og sagt hefur verið frá í bæjardagbók taka sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi nú þátt í undirbúningi að stofnun framhaldsskóla á Nesinu, sem menntamálaráðuneytið stendur að.  

Málþing unglinga í Grundarfirði

Málþing unglinga í Grundarfirði var haldið í samkomuhúsinu, 9. apríl síðastliðinn. Þar voru saman komnir unglingar úr fjórum elstu bekkjum í Grunnskóla Grundarfjarðar, fjarnámsnemar (16-20 ára), ásamt öðru áhugafólki um málefni unglinga. Til fundarins var boðað af forvarnarhópi bæjarfélagsins, þar sem saman kemur fólk úr öllum áttum er hefur það sameiginlega markmið að vilja vinna að forvarnarstörfum og málefnum unga fólksins okkar.  

Nýtt skip í flotann

Nýtt skip bættist í flota Grundfirðinga í dag þegar Siglunes SH 22 sigldi í nýja heimahöfn.   Skipið er gert út af fyrirtækinu Tanga í eigu fjölskyldu Helgu Þóru Árnadóttur, ekkju Hjálmars heitins Gunnarssonar. Fyrir eiga þau skipið Haukaberg SH 20. 

Eyrbyggja - sögumiðstöð

Að kvöldi mánudagsins 14. apríl var haldinn ,,stofnfundur” um Eyrbyggju, sögumiðstöð.   Um 15-20 manns mættu til fundar og hlýddu á kynningu á hugmyndinni um sögumiðstöð.   Í máli Inga Hans Jónssonar sem meðal annarra hefur unnið að undirbúningi málsins kom fram, að mýmörg tækifæri liggja í verkefninu. Fyrsti áfangi yrði að koma á laggirnar starfsemi í sögumiðstöð, sem staðsett yrði að Grundargötu 33 (Gamla Grund). Fjölmargar hugmyndir eru um hvað gæti falist í starfseminni, en gert er ráð fyrir að sýningaraðstaða, sýningahald, upplýsingaþjónusta og -miðlun, jafnvel bíósalur yrðu í húsinu. Hluta hússins væri hægt að leigja út, þar sem líkur eru fyrir því að starfsemi sögumiðstöðvar þurfi ekki allt rýmið til að byrja með.  

Nýr veitingastaður í Grundarfirði - Kaffi 59

Laugardaginn 12. apríl síðastliðinn var opið hús milli kl. 20.00 og 22.00 á veitingastaðnum, Kaffi 59. Tilefnið var opnun á nýjum stað, þar sem Kristján IX var áður til húsa. Fjölmargir mættu á staðinn og færðu eigendunum árnaðaróskir. Á hinum nýja stað er áætlað að reka kaffihús, ásamt því að boðið verður upp á hefðbundna skyndibita, s.s. pizzur og hamborgara.  

Ýmsar fréttir

Borrannsóknir í Berserkseyrarodda Borfyrirtækið Alvarr ehf. hefur verið að störfum í Berserkseyrarodda að undanförnu, skv. samningi við Grundarfjarðarbæ um borverkefnið. Boraðar voru tvær grunnar hitastigulsholur nálægt landi og var ætlunin að láta niðurstöður úr mælingum úr þeim segja til um nánari staðsetningu sprungusvæðisins og heitavatnsæðar. Niðurstaðan var sú að í þessum tveimur holum var hitastig lækkandi í átt að landinu. Út úr því vill dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun lesa, að sprungustefna sé austur-vestur, en ekki norður-suður, sem þýðir að heitavatnssprunga eða æð liggi ekki upp að landi heldur sé úti í sjó/skerjum.