Grundarfjörður eitt af fjórum rafrænum safmfélögum skv. forvali

Á vefnum www.mbl.is er að finna þessa frétt:   Fjögur byggðarlög hafa verið valintil að taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag sem Byggðastofnun stendur fyrir.   Alls sóttu 13 byggðarlög um þátttöku en valnefnd valdi   Aðaldælahrepp Húsavíkurbæ og Þingeyjarsveit, ­ Grundarfjarðarbæ, ­ Snæfellsbæ og ­ Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus  

Hafnarfréttir

Landaður afli 2002   Á árinu 2002 var landaður afli í Grundarfjarðarhöfn samtals 14.844 tonn. Var það nokkur samdráttur í aflamagni frá árinu 2001 þegar 16.184 tonn bárust á land, sem var met. Árið 2000 var landaður afli tæp 15.511 tonn, árið 1999 var aflinn 15.236 tonn, árið 1998 voru tonnin 11.981 og árið 1997 voru þau 11.300.    

Þriggja ára áætlun - fjárhagsáætlun

Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt við síðari umræðu þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana bæjarins.   Áætlunin er unnin í framhaldi af gerð fjárhagsáætlunar ársins 2003 sem samþykkt var á fundi bæjarsjórnar þann 16. janúar sl.   Í fjárhagsáætlun ársins 2003 er gert ráð fyrir að skatttekjur bæjarsjóðs verði 264,2 millj. kr. og þjónustu- og eignatekjur verði 42,9 millj. kr., samtals 307,1 millj. kr. í heildartekjur.  

Upplestrarkeppni og stærðfræðikeppni

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Grunnskólanum á Hellissandi mánudaginn 10. mars sl. Þar mættust 3 efstu keppendur úr 7. bekk frá  hverjum skóla á norðanverðu Snæfellsnesi og kepptu um efstu 3 sætin.  Keppnin var hátíðleg í alla staði, tónlist var flutt af nemendum Tónlistarskólans á Hellissandi og boðið var upp á veitingar fyrir keppendur og áhorfendur. Sigurvegarar fengu peningagjöf frá Sparisjóði Ólafsvíkur ásamt tösku og einnig fengu þeir bókaverðlaun sem afhent voru af fulltrúum dómnefndar. 

Fundur í kvöld um skemmtiferðaskip

  Fleiri skemmtiferðaskip í Grundarfjörð Fundur í kvöld Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar boðar til opins fundar í kvöld, 12. mars, kl. 20.00 á Hótel Framnesi um áform hafnaryfirvalda um átak til að fá aukinn fjölda skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn.

Tilboð opnuð í þverun Kolgrafarfjarðar

Á heimasíðu Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is) er að finna frétt af opnun tilboða í þverun Kolgrafarfjarðar sem fram fór í dag.  

Fundur í forvarnarhóp

Þriðjudaginn 4. mars, síðastliðinn var haldinn fundur í forvarnarhóp bæjarfélagsins. Á fundinn, sem haldinn var í Grunnskóla Grundarfjarðar, höfðu verið boðaðir; fulltrúi frá lögreglu, Tilveru, UMFG, ásamt skólastjóra grunnskólans og starfsmönnum frá félagsmiðstöðinni Eden. Einnig sátu fundinn fulltrúar í íþrótta- og tómstundanefnd ásamt skrifstofustjóra bæjarins. 

Öskudagur

Það var skrautlegur hópur er lagði leið sína á bæjarskrifstofuna í dag í tilefni öskudagsins. Teljum við að 100 krakkar hafi komið og sungið á bæjarskrifstofunni eftir hádegi og þáðu þau sælgæti að launum. Ennfremur var skemmtun hjá leikskólabörnum á leikskólanum, þar sem kötturinn var sleginn úr tunnu og boðið var upp á öskudagsskemmtun í samkomuhúsinu fyrir eldri börnin.

13 umsóknir um Rafrænt samfélag

Af vefnum www.rikiskaup.is (bein tilvitnun):   Í dag voru opnuð umslög með nöfnun þeirra sem vilja taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag. Það er Byggðastofnun sem stendur fyrir verkefninu en Ríkiskaup sér um framkvæmd forval og samkeppninnar. Alls lögðu þrettán sveitarfélög eða samtök þeirra inn umsókn sem er töluvert betri þátttaka en reiknað var með.  

Öskudagur - frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Á öskudaginn verður kennsla í skólanum til kl. 12.30en eftir það fá allir frí sem eiga að vera lengur í kennslu þann dag. Mörg ár eru síðan öskudagur hætti að vera lögboðinn frídagur en hér við skólann hefur oft verið starfsdagur kennara á öskudag og nemendur því í fríi.   Foreldrafélagið stendur fyrir öskudagsskemmtun í Samkomuhúsinu á öskudaginn og er skemmtun hjá 1.-5. bekk  kl. 16.00 til 17.30 og kl. 19.-21.00 hjá 6.-10. bekk. Diskótek verður fyrir eldri nemendur en aðgangseyrir er kr. 250. Boðið verður upp á pylsu og kók. 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum.