Framtíðarsýn Fjölbrautaskólans

Dagana 20. og 21. maí var 17 manna hópur að störfum í Samkomuhúsinu í Grundarfirði við undirbúningsvinnu vegna Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hópurinn var samsettur af fulltrúum ýmissa aðila og sjónarmiða, s.s. framhaldsskólanefnd sveitarfélaganna, fulltrúum frá menntamálaráðuneyti, frá foreldrum úr Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði, fjarnema úr Grundarfirði, formanni húsnæðisnefndar sveitarfélaganna, auk aðfenginna ráðgjafa s.s. kennsluráðgjafa frá Háskóla Íslands, reynds framhaldsskólakennara (í fjarnámi m.a.) og skólameistara. Menntamálaráðuneytið fékk Susan Stuebing, virtan bandarískan sérfræðing sem búsett er í Hollandi, til samstarfs við undirbúning að stofnun skólans.  

"Með soulsting í Grundarfirði"

Síðastliðinn laugardag var 5. vorgleði Grundfirðinga haldin. Að þessu sinni bar hún yfirskriftina ,,Með soulsting í Grundarfirði”. Um 30 söngvarar tóku þátt í skemmtuninni og stóðu þeir sig allir með prýði. Það er því óhætt að segja að við Grundfirðingar eigum breiðan hóp hæfileikafólks. Ágóða hátíðarinnar verður varið í áframhaldandi endurbætur á hljóðkerfi samkomuhússins auk þess sem Tilvera fær hluta hans til forvarnarstarfs. Þess má geta að bæði hljómsveitin og söngvarar gáfu alla sína vinnu. Að lokinni söngdagskrá lék hljómsveit kvöldsins svo fyrir dansi.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar - Skólastefna

Grundvallarmarkmið  - Að bjóða fram faglegt og metnaðarfullt skólastarf  - Að efla hæfni, þekkingu og þroska nemenda  - Að stuðla að öflugu tónlistarlífi Grundfirðinga  - Að nýta fjármagn á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt, nemendum og samfélagi til sem mestrar ánægju og framfara.  

Hreinsunarátak

Nú fer í hönd árlegt hreinsunarátak í bænum. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka til á lóðum sínum, koma rusli fyrir í sorppokum og koma því út fyrir lóðamörk. Starfsmenn áhaldahússins verða á ferðinni mánudaginn 19.maí og hirða rusl frá húseigendum. Eigendur númerslausra bíla eru einnig hvattir til að fjarlægja þá en þess má geta að maður nokkur sem var á gangi um bæinn taldi um það bil 16 númerslausa bíla í bænum.   Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar hreinan og snyrtilegan fyrir sumarið!!  

Opinn fundur um forvarnarmál

Fulltrúar frá UMFG, lögreglunni, KFUM-K, Unglingadeildinni Pjakki, Eden, Tilveru og fleiri kynntu sitt starf sem lýtur að málefnum barna og ungmenna. Einnig var nýtt forvarnarverkefni lögreglunnar kynnt.   Málþingið hófst með ávarpi Þorbjargar Guðmundsdóttur grunnskólakennara en hún tók þrisvar til máls þar sem hún kynnti starf félagsmiðstöðvarinnar Eden í vetur og starf Unglingadeildar Pjakks. Dóra Aðalsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundarnefndar kynnti starf nefndarinnar og sagði frá vinnu forvarnarhóps sem kom saman nú eftir áramót og skipulagt hefur þetta málþing og málþing unglinga er haldið var 9. apríl sl. Í framhaldi af ávarpi Dóru rakti Sólrún Guðjónsdóttir leiðbeindandi við Grunnskóla Grundarfjarðar helstu niðurstöður þess fundar, en hún hefur haft umsjón með félagsstarfi þar. 

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Nýr starfsmaður, Björn Steinar Pálmason, hóf störf á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í lok apríl sl.   Björn er ráðinn til afleysingar sem skrifstofustjóri, þar sem Friðbjörg Matthíasdóttir er farin í eins árs orlof, en hún eignaðist dreng þann 12. maí síðastliðinn. 

Snæfellsnes, samningur um umhverfisvottun

Fimmtudaginn 8. maí 2003 var ritað undir samning um undirbúning þess að gera Snæfellsnes að umhverfisvottuðum áfangastað ferðamanna. Það var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sem skrifaði fyrir hönd ráðuneytis síns undir samninginn við fimm sveitarfélög í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.

43. Stjórnarfundur

43. stjórnarfundar Eyrbyggja 6. maí 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hermann Jóhannesson. Elínbjörg Kristjánsdóttir.  

Vefsíða og merki Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellingaer kominn með eigin vefsíðu. Vinnsla síðunnar er á byrjunarstigi, lögð er áhersla á að koma grunnupplýsingum á framfæri til að byrja með, en meira efni mun síðar bætast við. 

Sex í sveit - í borginni!

Á morgun, laugardaginn 3. maí, verða grundfirskir listamenn á faraldsfæti. Sönghópurinn ,,Sex í sveit" mun syngja á sýningunni ,,Ferðatorg 2003” í Smáralind kl. 13.00 og kl. 15.40. Þeim sex-sveitungum er þetta mikill heiður en þeir verða þarna sem fulltrúar Vesturlands á sýningunni. Þeir munu kynna hljómdisk sinn og syngja lög af honum. Á sýningunni verða einnig atriði frá öðrum landshlutum.