Líf og fjör.

Líf og fjör var í íþróttalífinu í gær. 5. fl ka spilaði við Skallagrím hér í Grundarfirði. Lið Skallagríms vann leikinn 6-1. Mark UMFG skoraði Randver. Strákarnir í UMFG áttu ágætis leik en hitt liðið var einfaldlega sterkara. 5.fl kv spilaði við B lið Skallagríms stelpurnar voru bara 7 þannig að þær fengi smá aðstoð í seinni hálfleik frá þeim Sigurbirni og Aroni. Leiknum lauk með sigri Skallagríms 4-3. Það voru þær Alexandra (með 2 mörk ) og Erna Katrín sem skoruðu mörk UMFG.  

Hesteigendafélag Grundarfjarðar 30 ára

Hesteigendafélag Grundarfjarðar var 30 ára í gær, þann 22. júní. Félagið var formlega stofnað 22. júní 1975. Í tilefni dagsins héldu félagsmenn veislu í Fákaseli í gærkvöldi. Tryggvi Gunnarsson var fyrsti formaður félagsins og rifjaði hann upp stofnun félagsins og aðdragandann að stofnun þess. Í gær voru jafnframt 4 ár frá vígslu félagsheimilisins Fákasels.

Nýjung á vef Grundarfjarðar

Nýlega var samið við Vísindavefinn um að birta spurningar á vef Grundarfjarðarbæjar. Þegar smellt er á spurningarnar opnast nýr vefgluggi með svarinu á Vísindavefnum.   Með þessari nýjung er ætlunin að auka enn á fjölbreytni upplýsinga sem finna má á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, bæði til gagns og gamans.  

Jónsmessuganga á Klakk

HSH stendur fyrir fjölskyldugöngu á Klakkinn í Eyrarsveit í kvöld, fimmtudag 23. júní, kl. 22:00. Gengið verður frá Bárarfossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og nefnist ,,Fjölskyldan á fjallið’’. Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum í Eyrarsveit.  

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Vegna vinnu við brunahana verður vatnslaust í Sæbóli frá kl. 20:00 - 22:00 í kvöld.   Verkstjóri 

Tveir leikskólakennarar í Leikskólanum Sólvöllum útskrifast

Laugardaginn 11. júní sl. útskrifuðust þær Anna Rafnsdóttir og Inga Rut Ólafsdóttir með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands. Þær eru báðar leikskólakennarar í Leikskólanum Sólvöllum.   Inga Rut og Anna Rafnsdóttir að útskrift lokinni

Fréttir af leikjum helgarinnar

Það byrjaði ekki vel tímabilið hjá 3. fl kv, þær mættu liði Keflavíkur á laugardaginn og töpuðu 1-11. Það var eins og helmingurinn af lið UMFG væri bara ekki á staðnum og því fór sem fór. Stelpurnar og þjálfari eru þó ákveðin í því að gleyma þessum leik og mæta ákveðin til leiks á móti GVR á miðvikudag.  

Tilboð opnuð í „hverfisvæna leið“ um Grundargötu

Í dag, 21. júní, voru tilboð í „hverfisvæna leið“ opnuð hjá Vegagerðinni. Eitt tilboð barst í verkið frá Dodds ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 20,9 milljónir. Kostnaðaráætlun hönnuða var 21 milljón. Ekki er búið að taka afstöðu til tilboðsins.  

Nýr verkstjóri áhaldahúss kominn til starfa

Jónas Pétur Bjarnason hefur tekið við starfi verkstjóra áhaldahúss. Hægt er að ná í hann í s: 691-4343. Jónas er boðinn velkominn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ

Lífsbjörg Þjóðar

Nýr áfangi í Eyrbyggju sögumiðstöð, „Lífsbjörg Þjóðar“, var opnaður formlega þann 17. júní sl. Um leið var opnuð myndlistasýning Guðmundar Rúnars Guðmundssonar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á opnuninni.   Ingi Hans og Pálína Gísladóttir