HSH stendur fyrir fjölskyldugöngu á Klakkinn í Eyrarsveit í kvöld, fimmtudag 23. júní, kl. 22:00. Gengið verður frá Bárarfossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og nefnist ,,Fjölskyldan á fjallið’’. Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum í Eyrarsveit.