Undirbúningur hverfahátíða í fullum gangi

Öll hverfin eru byrjuð að huga að skreytingum og skemmtiatriðum fyrir hverfahátíðina sem haldin verður laugardagskvöldið 23. júlí. Hverfin mynda svo skrúðgöngu frá sínu hátíðarsvæði niður á höfn þar sem að hverfahátíðin um ná hámarki. Hvert hverfi verður með um 10 mín. langt skemmtiatriði. Ert þú örugglega ekki að hjálpa til í þínu hverfi?  

Tilkynning frá vatnsveitu Grundarfjarðar

Lokað verður fyrir vatnsveitu í Sæbóli milli kl. 16 og 18 í dag, 8. júlí, vegna vinnu við tengingar.   Verkstjóri s: 691-4343  

Hnúfubakar inni á Grundarfirði

Rétt áðan (milli 17 og 18) sást til tveggja hvala inni á Grundarfirði. Sást til þeirra út undan Skarfakletti við Kirkjufell og lengra, nær landi, undan ströndinni við Kirkjufellsland. Það voru starfsmenn á netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar hf. niðri við Nesveg, Páll Guðmundsson og fleiri, sem sáu gripina. Þó nokkur fjöldi fólks var kominn til að fylgjast með hvölunum. Runólfur Guðmundsson bróðir Páls fór út á Munda SH til að líta á hvalina sem hann sagði að væru þokkalega stórir hnúfubakar.   

"Of mikil" spretta?

Starfsfólk áhaldahúss Grundarfjarðarbæjar notaði veðurblíðuna í dag og sló gras í gríð og erg. Mikil og góð spretta er um þessar mundir sem kemur sér vafalaust vel fyrir bændur. Hjá bænum myndu menn vel una minni sprettu. Mestur tími starfsmanna fer í umhirðu grænna svæða, en verkefnin eru næg við að fegra og snyrta.      

Frá Vatnsveitunni

Vatnslaust verður við vestanverða Grundargötu (frá Snæþvotti) mili kl. 13 og 15 í dag vegna tenginga. 

Styttist í bæjarhátíð

Nú eru einungis 17 dagar þar til Grundfirðingar halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“. Hátíðarstjóri er Rósa Guðmundsdottir og er hún nú í óða önn að undirbúa og skipuleggja. Hægt er að hafa samband við Rósu í síma 869 2701  eða í tölvupósti: rosa@ragnarogasgeir.is  

17 dagar í hátíð!

Sálin hans Jóns míns með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar mun trylla lýðinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudagskvöldið 22. júlí. Aldurstakmark á ballið er 18 ár.   Sálin hefur verið ein ástsælasta hljómsveit Íslendinga síðustu árin ef ekki síðustu áratugi og er því nokkuð ljóst að Sálin mun engan svíkja.

Yfir 53% aflaaukning fyrstu sex mánuðina!

Í Grundarfjarðarhöfn var slegið enn eitt aflametið í júní, en þá var landað 1402 tonnum, m.v. 1099 tonn í júní í fyrra, 538 tonn í júní 2003 og 1280 tonn í júní 2002. Fyrstu sex mánuði ársins hefur verið landað tæpum 12.954 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu rúm 8.437 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því 53,5%.

Starfsfólk óskast í áhaldahús

Starfsfólk óskast í áhaldahús bæjarins sem fyrst. Um er að ræða störf fram í miðjan ágúst. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.   Skrifstofustjóri

Klæðning lögð á Hrannarstíg

Hrannarstígur, frá Grundargötu að Fossahlíð, verður lokaður fram eftir degi á laugardag vegna lagningar bundins slitlags.