Frá frjálsíþróttaráði.

Barnamót HSH   Keppendur UMFG á barnamóti HSH   Barnamót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og yngri, var haldið hér í Grundarfirði þriðjud 12 júlí.  Ágæt þátttaka var í mótinu og nýttu grundfirðingar sér það að halda mótið  og fjölmenntu.  Búið var að laga hlaupabrautirnar og skipta um sand í langstökksgryfjunni til að hægt væri að halda mótið.  Krökkunum frá UMFG gekk stórvel bætt flest sína árangra allverulega.  

Hátíðin krydduð - og kvikmynduð

Íþróttahúsið iðar nú af lífi og tugir krakka sækja þar myndlistarnámskeið, leiklistarnámskeið og dans- og fimleikanámskeið, því þessa vikuna standa yfir ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni - og reyndar líka fullorðna. Grundarfjarðarbær fékk til liðs við bæjarbúa fjöllistamanninn Örn Inga ásamt 2 dans- og fimleikastúlkum frá Akureyri. Sjá þau um námskeiðin, ýmsa viðburði og sitthvað óvænt og skemmtilegt þessa vikuna og á hátíðarhelgi Grundfirðinga, Á góðri stund.  

Dans- og fimleikanámskeið vel sótt

Námskeiðin eru hluti af ævintýranámskeiði sem fjöllistamaðurinn Örn Ingi frá Akureyri annast. Þær Gerður og Alma Rún sjá um þennan hluta námskeiðsins og voru krakkarnir mjög ánægð þegar ljósmyndara bar að garði. Afraksturinn verður sýndur á hátíðinni.  

Skemmtiferðaskipið Funchal kemur á morgun

Skemmtiferðaskipið Funchal kemur til hafnar hér í Grundarfirði í fyrramálið kl. 08:00. Skipið verður hér allan daginn og fer aftur kl. 20:00. Kl. 15:30 verður knattspyrnuleikur milli áhafnar Funchal og grundfirskra pilta á fótboltavellinum. Grundfirðingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja sína menn til dáða! 

ÆVINTÝRANÁMSKEIÐ fyrir alla aldurshópa

Grundarfjarðarbær hefur fengið fjöllistamanninn ÖRN INGA frá Akureyri til liðs við bæjarbúa og býður upp á ævintýranámskeið fyrir alla aldurshópa í vikunni fyrir Grundarfjarðarhátíð; leiklist, myndlist, hreyfilist, götuleikhús o.m.fl. Með í för eru þær Gerður og Alma Rún, sem munu halda dans- og fimleikanámskeið fyrir börn og unglinga, en  afraksturinn verður að dagskráratriðum á hátíðinni. Námskeiðin byrja mánudaginn 18. júlí. Þátttökugjald er 1.000 kr. á barn/ungling, en hver einstaklingur má taka þátt í eins mörgum námskeiðum og hann vill, en um er að ræða:

Götusópari á ferð

Götusópari mun sópa götur hér í Grundarfirði næstu daga. Hann byrjar um helgina og tekur hreinsunin um þrjá daga. Fólk er hvatt til að fylgjast með og hliðra til fyrir götusópnum og færa bifreiðar sínar eftir því sem kostur er.   Vinnum saman að því að gera bæinn enn snyrtilegri en hann þegar er!

Á góðri (söng)stund!

Tónlist mun leika stórt hlutverk á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði. Söngsveitin Sex í Sveit verður með útgáfutónleika þar sem piltarnir flytja lög af nýja geisladisknum sínum Synir þjóðarinnar. Sylvía og Máni, grundfirsk ungmenni, halda tónleika í kirkjunni, en þau hafa fyrir löngu unnið hug og hjörtu Grundfirðinga með tónlist sinni. Friðrik Vignir Stefánsson tónlistarskólastjóri og kórstjóri er einn færasti organisti landsins. Hann mun hefja hátíðina í ár með tónleikum í Grundarfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldinu. Allt er þetta heimafólk. Og að sjálfsögðu margt fleira, eins og t.d. söngvarar af yngri kynslóðinni.... fylgist með!

Sumarhátíð í Leikskólanum Sólvöllum

Föstudaginn 8. júlí, síðasta dag fyrir sumarfrí var hin árlega sumarhátíð haldin í Leikskólanum Sólvöllum. Nemendur leikskólans útbjuggu hatta og blóm til að skreyta með á sumarhátíðinni.  Að venju var farið í skrúðgöngu í Esso sjoppuna þar sem allir fengju  gefins ís.  Pylsur voru  grillaðar í hádeginu, en í ár var í fyrsta skipti frá því að byrjað var með þessa hátið að veður var vont þannig að pylsuveislan var inni á Drekadeildinni. Leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 17. ágúst.

Skipulagsvinna framundan

Í kjölfar íbúaþings Grundfirðinga skipaði bæjarstjórn stýrihóp til að gera tillögur um hvernig unnið yrði úr niðurstöðum íbúaþingsins um skipulagsmál. Hópurinn hefur verið að störfum og m.a. rætt áherslur og forgangsröðun í skipulagsmálum.  

Hressar grundfirskar stelpur á kajak

Þann 6.júlí fóru 10 vaskar stelpur úr Grundarfirði ásamt hópstjórunum, Vigdísi og Þóru Möggu, inn í Stykkishólm til að læra að róa kajak. Hér var um að ræða hluta úr stelpuhópi sem myndaður var hér fyrr í sumar og stjórnað er af Þóru Möggu og Vigdísi Gunnarsdóttur. Hópurinn hittist einu sinni í viku og er markmiðið að rækta sitt innra sjálf, m.a. með því að takast á við óvænta og nýja hluti eins og kajakróður.