Svar við spurningu vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er Hallbjarnareyri. 146 manns spreyttu sig á spurningunni og voru 123 eða 84,2% með rétt svar. Brynjólfur biskup byggði spítalann árið 1652  og fyrsti forstöðumaður hans var Þórður Guðmundsson.

Framhaldsskóladeild á Patreksfirði í samvinnu við Fjölbrautaskóla Snæfellinga næsta haust

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra,  hefur ákveðið að hefja tilraunaverkefni um rekstur framhaldsdeildar á Patreksfirði fyrir nemendur á fyrsta og öðru ári í framhaldsskóla. Deildin verður rekin í nánu samstarfi eða undir stjórn Fjölbrautaskóla Snæfellinga og stuðst við þá reynslu sem þar hefur fengist með því að blanda saman staðbundnu námi og dreifnámi.  FSN mun sjá um stóran hluta kennslunnar og bera ábyrgð á hinum faglega þætti starfseminnar.  

Rökkurdagar

Vegna dræmrar þátttöku fellur niður fyrirlestur um drauma, sem átti að vera á Kaffi 59 í kvöld. 

Ráðstefna um Ísland í Paimpol í október 2006

Þann 21. október 2006 var haldin ráðstefna um Ísland samtímans í bænum Paimpol á Bretagneskaga, vinabæ Grundarfjarðar. Að ráðstefnunni stóðu bæjarstjórn Paimpol, bókasafn bæjarins og Grunda.pol, vinabæjarsamtök Paimpol og Grundarfjarðar. Að morgni sama dags var gata í Paimpol, sem helguð er frönskum sjómönnum sem stunduðu veiðar við Ísland frá miðri 19. öld, tileinkuð Grundarfirði við hátíðlega athöfn sem þjóðbúningar og sekkjapípuleikur settu svip á. Skilti er sýnir nafn götu í Paimpol sem tileinkuð er Grundarfirði   Sjá nánar

Opnun tilboða í snjómokstur í Grundarfirði

Í dag, 30. október, voru opnuð tilboð í verkið „Snjómokstur í Grundarfirði - útboð“. Tvö tilboð bárust í verkið. Tilboðsupphæð miðast við samanlagt tímakaup allra tækja. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi.   Almenna umhverfisþjónustan ehf., Grundarfirði, tilboð kr. 13.658. Kjartan Elíasson, Grundarfirði, tilboð kr. 14.462.   

Rökkurdagar

Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur niður sýningin Dimmalimm sem átti að vera sýnd í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í dag. 

Leikskólabörn heimsækja Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Í gær, 26. október, komu nemendur Leikskólans Sólvalla í sína árlegu heimsókn í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Kennarar skólans tóku á móti börnunum og sýndu þeim skólann og léku á og kynntu hin ýmsu hljóðfæri fyrir þeim.     Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.

Kjördæmavika og fundur með þingmönnum

Í þessari viku stendur yfir svokölluð kjördæmavika hjá þingmönnum.  Þessa viku nota þingmennirnir m.a. til þess að halda fundi með fulltrúum sveitarstjórna í kjördæmunum og fá upplýsingar um helstu verkefni og til þess að gefa sveitarstjórnum tækifæri til þess að ræða við sem flesta þingmenn kjördæmisins í einu um hagsmunamál sveitarfélaganna.   Fundur var haldinn með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og fulltrúum sveitarstjórna í gamla Vesturlandskjördæmi þriðjudaginn 24. október sl. í Borgarnesi .  Af hálfu Grundarfjarðarbæjar sóttu fundinn Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri.  

Svar við spurningu vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er kex og vín. Biskví fyrir votaling sögðu krakkarnir og réttu upp fingur til að sýna hve margar kexkökur þau vildu fá í staðinn fyrir vettlinga og sokka sem konurnar í sveitinni prjónuðu til að geta boðið fransmönnum. 96 manns svöruðu spurningunni en 36 eða 40,6% voru með rétt svar.

Þjóðleikhúsið í heimsókn á Snæfellsnesi

Fimmtudaginn 26. október kl. 20:00 verður leiksýningin Patrekur 1,5 sýnd í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sýningin er öllum opin og eru miðar seldir á skrifstofu skólans og við innganginn. Miðinn kostar 1.300 kr.    Rómafarar, nemendur í sögu 203 á vorönn 2007, verða með kaffisölu að sýningu lokinni.