Allir með rétt skráð lögheimili fyrir 1. desember n.k.

Athygli er vakin á því að fáir dagar eru eftir fram að 1. desember n.k. sem er viðmiðunardagur fyrir nýja íbúaskrá.   Nauðsynlegt er að allir sem hafa flutt sig á milli staða eða húsa verði búnir að skrá nýtt lögheimili fyrir 1. desember n.k. svo þeir verði á réttum stað þegar nýja íbúaskráin verður gefin út.  Lögheimilisflutning er hægt að skrá á bæjarskrifstofunni alla virka daga.  Þeir sem vita t.d. um útlendinga sem eiga eftir að skrá lögheimili sitt ennþá, mættu gjarnan leiðbeina þeim um hvernig á að bera sig að.  Markmiðið er að allir verði skráðir á réttum stað þ. 1. desember n.k. 

Bíó í dag kl. 3 í samkomuhúsinu

Í dag, sunnudag, kl. 3 verður seinni sýning á heimildarmyndinni um bæjarhátíðina Á góðri stund 2006.  

Frumsýningarveisla á laugardag

Laugardaginn 18. nóvember, kl. 21 verður frumsýnd heimildarmynd sem listamaðurinn Örn Ingi hefur gert um hátíðina Á góðri stund 2006. Sýningin verður í samkomuhúsinu og er öllum bæjarbúum boðið. Bíó-veitingar í boði! Endursýning verður á sunnudag kl. 15.   Örn Ingi hefur gert tvær heimildarmyndir um bæjarhátíðina Á góðri stund árin 2004, 2005 og 2006. Fyrri heimildarmyndin er um hátíðirnar 2004 og 2005 og sú seinni um hátiðina 2006. Á sýningunum í samkomuhúsinu verður sýnd myndin um hátíðina 2006. Sýningartími hennar er um 80 mínútur.   Fyrir og eftir sýningu verða myndirnar til sölu og kosta þær saman aðeins 3.500 kr.

Kynning á vefsíðum

Á Degi íslenskrar tungu opnaði Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn vef um Jónas Hallgrímsson. Í tilefni af Degi íslenskrar tungu kynnir bókasafnið nú Netútgáfuna, safn íslenskra texta á vefnum.Dagurinn er haldinn á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Meðal efnis á Netútgáfunni eru Ljóðmæli Jónasar. Sjá meira á forsíðu bókasafnsvefsins.

Spurning vikunnar.

Síðast var réttað í Grundarrétt haustið 1998. 128 manns spreyttu sig á spurningunni en 68 eða 53,1% voru með rétt svar. Réttin var tekin í notkun árið 1908 þannig að hún var notuð í alls 90 ár. 

Ljósmyndasamkeppnin „Umhverfi og menning Grundarfjarðar“

Á Rökkurdögum stóð yfir ljósmyndasamkeppnin „Umhverfi og menning Grundarfjarðar“. Hrannarbúðin stóð að keppninni, var með myndirnar til sýnis og veitti verðlaun. Verðlaun fyrir bestu myndina hlaut Alexandra Sukhova tónlistarkennari og hlaut hún canon digital myndavél að gjöf.    Jóhanna í Hrannarbúðinni, Guðmundur Ingi bæjarstjóri og vinningshafinn, Alexandra Sukhova. Mynd HJJ.

Kveldúlfur

Kveldúlfur í kvöld kl. 20.30 

Dagur íslenskrar tungu

  Í dag, 16. nóvember 2006, er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni voru leikskólabörn með söng- og leikskemmtun í Leikskólanum Sólvöllum fyrir foreldra og fleiri. Öll börnin tóku þátt í skemmtuninni sem tókst afar vel. Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.

78. Stjórnarfundur

78. Stjórnarfundur Eyrbyggja 14. nóvember 2006 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.   Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Benedikt Gunnar Ívarsson og Atli Már Ingólfsson.   Dagsrká: 1. Fundurinn í Grundarfirði, skýrsla formanns. 2. Eyrbyggjar eignast sendiherra 3. Útsendingar á sjöundu bókinni. 4. Efnisöflun í bók 8. 5. Önnur mál.  

Fræðslu- og forvarnarátak Alnæmissamtakanna:

Stefnt að því að ná til allra 9. og 10. bekkinga í landinu   Alnæmissamtökin á Íslandi standa nú fyrir fræðslu- og forvarnarátaki sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Þetta er í þriðja skipti sem Alnæmissamtökin skipuleggja fræðslu um hiv-smit, alnæmi og kynsjúkdóma almennt fyrir þennan aldurshóp en aðalstyrktaraðilar átaksins eru að þessu sinni Landlæknisembættið, lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. og Kaupangur eignarhaldsfélag.