sundæfingar

Sundæfingar UMFG hefjast 25. júní Til að æfingar geti gengið sem best er ætlunin að skipta krökkunum niður eftir því sem þau hafa lært í sundi.  Átt er við að þau kunni einhverja undirstöðu í sundaðferðinni.   Hópur 1: þeir sem kunna bringusund Hópur 2: bringusund og baksund Hópur 3: bringusund, baksund og skriðsund.  

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar var hver væri uppáhaldsfugl fólks. Lóan hafði vinninginn með 56 atkvæði (24,7%) af 227 atkvæðum. 

Norska húsið 175 ára

Norska húsið  175 ára Í dag, 19. júní, eru 175 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í tilefni af afmælinu verður ókeypis inn á safnið á í dag og gestum boðið upp á kakó í krambúðinni. Í Eldhúsinu og Mjólkurstofunni er sýningin “Af norskum rótum” um Strömmen trævarefabrik 1884-1929 og um norsk timburhús á Íslandi. Í Krambúðinni er fjölbreytt úrval af forvitnilegum vörum   Húsið er opið daglega í sumar kl. 11.00-17.00 Allir hjartanlega velkomnir

19. júní

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar óskar konum í Grundarfirði til lukku með kvennadaginn. Baráttan lifi. 

Lumar þú á góssi?

Skipuleggjendur Grundarfjarðardaganna langar til þess að hafa  líflegan markað á hafnarsvæðinu á hátíðinni í ár til að auka enn á fjölbreytileikann. 

Sundnámskeið 5 og 6 ára barna

Dagana 19.- 22. og 25.- 28. júní verður sundnámskeið í sundlauginni frá 8 - 8.40 og er fólk beðið að sýna því tillitsemi en laugin verður þó opin á meðan.

17. júní 2007

  Byrjað var á skrúðgöngu frá Kaffi 59 undir stjórn vaskrar trommusveitar sem Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur æft.  Setti sveitin mjög skemmtilegan blæ á skrúðgönguna.  Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem undu sér vel í Þríhyrningnum við ávarp fjallkonu, hátíðarræðu, stórkostlegan söng ungu kynslóðarinnar og önnur skemmtiatriði.  Björgunarsveitin bauð upp á kassaklifur sem unga kynslóðin fjölmennti í og kvenfélagið var með kökubasar.

Fjallganga á Eyrarfjall

Það voru 66 manns og tveir hundar sem tóku þátt í fjölskyldugöngu HSH og Siggu Dísar á Eyrarfjall í ágætis veðri þann 14. júní sl.  Elsti göngumaðurinn var 70 ára og sá yngsti 4ra ára.  Sigga Dís hefur haft þann sið undanfarin 6 ár að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn sinn ásamt þeim sem hafa viljað slást í hópinn, en þetta er mesti fjöldi sem ennþá hefur farið með henni.  Þar sem elsti göngugarpurinn var 70 ára, setti hún sér það markmið að fara á fjallið næstu 30 árin.  Póstkassinn með gestabókinni er staðsettur við Strákaskarðið þar sem hlaupið er niður og er göngufólk sem leggur leið sína á Eyrarfjall hvatt til þess að kvitta fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir úr göngunni á fjallið.  

17. júní

Dagskrá:   Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju.             Organisti: Tómas Guðni Eggertsson             sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari.   Kl. 12:30 Grundar- og Kvernárhlaup UMFG. Skráning við Kósý er frá 12:00 til 12:20.   Kl. 13:45 Andlitsmálning fyrir utan Kaffi 59.   Kl. 14:30 Skrúðganga frá Kaffi 59 með Trommusveit Snæfellsness í broddi fylkingar. Gengið verður upp í þríhyrning.   Kl. 15:00 Hátíðin sett             Ávarp fjallkonu             Sigríður Herdís Pálsdóttir flytur hátíðarræðu.             Ungir tónlistarmenn flytja nokkur lög.             Halldór Gylfason leikari skemmtir.             Kassaklifur í umsjón unglingadeildarinnar Pjakks.             Verðlaunaafhending fyrir Grundar- og Kvernárhlaup.   Kl 19:00 Diskótek í þríhyrningi fyrir yngstu kynslóðina.                         Kvenfélagið verður með kökubasar.             Ungmennafélagið verður með sölutjöld.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði

  Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði "Arielle" kom á ytri höfnina kl. 07.00 í dag 12. júní í afar fallegu veðri.  Ekki er unnt að taka betur á móti erlendu ferðafólki sem fýsir að sjá landið og kynnast því en  með þeirri óviðjafnanlegu fjallasýn sem við blasir í Grundarfirði.   Hér má sjá fleiri myndir