Á góðri stund - föstudagur

15:00 – Keppni í körfubolta – hverfin keppa sín á milli í körfunni á íþróttasvæði (Grunnskólavellinum).   15:00 Eyþór Björnsson verður með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum í Íran og Jemen í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.   16:00 Keppnin um montbikarinn og grobbbikarinn – hverfin keppa sín á milli í skák og kubb á íþróttasvæðinu.   16:00 Zumba Partý í íþróttahúsinu – Guðný Þórsdóttir hefur verið með Zumba tíma í allan vetur og nú á að slá upp partýi þar sem allir eru velkomnir. Stuð og dans = Zumba   17:00  Grillveisla í boði Samkaup Úrval. Gunni verslunarstjóri og hans fólk grilla ofan í gesti og gangandi á íþróttasvæðinu.   17:00 Sögumiðstöðin í 10 ár   18:00 Rokktónleikar á Hátíðarsvæði – Meiriháttar tónleikar þarna á ferðinni. Nánar auglýst síðar.    20:00  Fimleikasýning á Íþróttavelli í boði Ragnars og Ásgeirs – Evrópumeistararnir okkar úr Gerplu koma aftur í heimsókn og sína listir sínar. Þessir krakkar eru langflottastir!!!   20:30  Fótboltaleikur 3 deild karla – Grundarfjörður gegn Ísbirninum – frítt á völlinn í boði Coca-Cola.   20:30 Sögustund í Sögumiðstöðinni – Skrýtnar sögur og skemmtilegar, upphitun fyrir sagnahátíð í Finnlandi. 1000 kr aðgangseyrir     22:00  Brekkusöngur á Íþróttavelli í boði Íslenska Gámafélagsins – Kári Viðars mun halda uppi stemningunni, Við lofum frábærum brekkusöng – Allir að taka undir, textablöð á staðnum.   22:30 Vindbelgirnir með harmonikkuball við Sögumiðstöðina.   23:30  Stórdansleikur með Draugabönum og Feik í Risatjaldinu á Hátíðarsvæði – Sveitaball aldarinnar!!! Reimdu á þig gúmmískóna.     Aðeins 2000 kr aðgangseyrir – 18 ára aldurstakmark  

Á góðri stund - fimmtudagur

15:00 Hverfaskreytingar – Hver verður með flottasta hverfið í ár? Lúðrasveitin ekur um bæinn og leikur listir sínar í boði FISK. 21:00 Þjófstartið – Stórtónleikar í risatjaldinu, sérstakir gestir eru Bjarni Ara og Sigga Beinteins. Núverandi og fyrrverandi tónlistarkennarar taka sig til og skemmta fólki ásamt þessum góðum gestum. Ari, Baldur, Davíð, Haffi, Sonja, Tómas og Þórður skipuleggja þessa stórtónleika.Með stuðningi G. Rungefst Grundfirðingum og gestum þeirra tækifæri á að upplifa stórskemmtilegt kvöld fyrir aðeins 500 kr. aðgangseyri.  

Á góðri stund - miðvikudagur

19:00 Sundlaugapartý - Alvöru Pool partý með stóru hljóðkerfi, ljósum og reyk. Allir á aldrinum 10 til 16 ára velkomnir. Teitið er til kl. 21.   20:00 Tónleikar í Samkomuhúsinu með Friðriki Ómari og Jógvan Hansen. Þeir félagar ferðast nú um landið og leika færeysk og íslensk lög af plötunni Vinalög. Miðaverð aðeins 2.000 kr. Hjónaklúbburinn býður félagsmönnum sínum miðann á aðeins 1.500 kr. – Húsið opnar hálftíma fyrr.

Götusópur

Á morgun kemur götusópur og fer yfir umferðarþyngstu götur bæjarins og fyrirhugað hátíðarsvæði. íbúar eru hvattir til að færa bíla eftir því sem kostur er. 

Ný aðstaða fyrir smábáta

Skrifað hefur verið undir samning við Tígur ehf. um endurbætur á aðstöðu smábáta í Grundarfjarðarhöfn.   Núverandi aðstaða smábáta er sprungin og eftir útboðsferli var tilboði Tígurs ehf. í stækkun smábátaaðstöðunnar tekið. Framkvæmdin felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpul og nýja 50 m flotbryggju.  

Moldin er búin

Fyrirspurnir hafa borist áhaldahúsi um gróðurmold. Í vor var mold í boði, í takmörkuðu magni, á vegum Grundarfjarðarbæjar. Moldin er nú búin og mun bærinn ekki bjóða upp á meiri mold á þessu sumri.

Útvarp Grundarfjörður

Hér má hlusta á Útvarp Grundarfjörður. 

Friðarhlaupið

Þriðjudaginn 19. júlí, kl. 17:30 verður Friðarhlaupið í Grundarfirði. Fólk á öllum aldri er hvatt til að taka þátt.   Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning.  Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga.  Friðarhlaupið var stofnað árið 1987 af friðarfrömuðinum Sri Chinmoy og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 140 löndum síðustu 24 árin.  

Umhverfismál fyrir bæjarhátíð

Nú þegar bæjarbúar eru farnið að telja niður dagana fram að bæjarhátíðinni „Á góðri stund“ eru kannski einhverjir að velta fyrir sér hvernig verði með umhirðu og umhverfismál, fyrir og eftir hátíð og á meðan hún stendur.   Fulltrúar bæjarins funduðu með hverfastjórum, þar sem farið var yfir þessi mál.  

Annatími á tjaldsvæðinu

  Þessa dagana er háannatíminn á tjaldsvæðinu, sem iðulega fyllist og komast þá færri að en vilja.  Í gær var hér margt góðra gesta í þéttri byggð húsbíla.  Flestir gestanna voru í árlegri „Stóru ferð“ Húsbílafélagsins og liggur leiðin á Vesturlandið að þessu sinni.  Vel fór um fólkið, sem lét vel af sér í blíðunni í Grundarfirði.