Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.

Bólusett verður frá kl. 11-12 alla virka daga frá 26.september - 7. október n.k. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.  

Vinahúsið í Grundarfirði

Rauða kross deildin í Grundarfirði mun verða með opið í Vinahúsinuveturinn 2011-2012 á nýjum stað við Borgarbraut/ bókasafnið.Opið verður þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudag og fimmtudaga frá kl 13 til 16. Nánari dagskrá á opnu húsi miðvikudag 5. október 2011Eins og áður verður aðaláherslan lögð á að rjúfa einangrun þeirra sem heima sitja og gera þeim auðveldara að eiga sér samastað meðal jafningja. Umsjónarmaður verður sem áður Steinunn Hansdóttir og ábyrgðarmaður Hildur Sæmundsdóttir. 

Lúðrasveitin á Sjávarútvegsýningu

Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar mætti á Sjávarútvegsýninguna um helgina og tók þar nokkur lög. Lúðrasveitin hlaut verðskuldaða athygli og vakti mikla lukku, sýningargestum til ómældrar gleði.  

Blóðbankabíllinn

Blóðabankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup - Úrval þriðjudaginn 27. september milli klukkan 12:00 - 17:00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf.       

Bíó í Grundarfirði

Rekka- og róverskátasveitin í Grundarfirð ætlar í samvinnu við Sambíóin að sýna myndina Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Sýningar 24. september kl 14, 16 og 18. Og 1. október kl 14 og 16. Myndin verður sýnd í Sögumiðstöðinni. Hægt er að tryggja sér miða í síma 847 4530(Alexandra) eftir klukkan 16 á daginn. Það verður bíósjoppa sem selur drykki, sælgæti og poppkorn.

Uppskeruhátíð UMFG

Hin árlega uppskeruhátíð UMFG verður haldinn í Samkomuhúsinu Fimmtudaginn 22 september og hefst klukkan 17.00. Veitt verða verlaun fyrir dugnað á vetrinum 2010-2011. UMFG býður öllum iðkendum uppá Pizzu og svala og jafnvel eitthvað fleira... Hlökkum til að sjá sem flesta Minnum alla á heimasíðu UMFG, umfg.123.is  en þangað fara allar fréttir frá bæði stjórn og þjálfurum.   Þjálfarar og Stjórn UMFG  

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðar

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 -2015 vegna stækkunar á hesthúsasvæði Fákafells Grundarfirði.Í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing vegna fyrirhugaðrar breytinga.  

Síminn á bókasafninu

Nýtt símanúmer á Bókasafni Grundarfjarðar er 438 6425.     Nýkomnar pólskar bækur í millisafnaláni. Látið vita.  Myndir Kíkið á vefsíðuna. Bókasöfn eru meira en bækur í hillum. Undir Safnkosti er t.d. Rafrænt efni, Hljóðbækur og skrá yfir efni tengt Eyrarsveit og héraðinu í kring. Setjið Tenglasíðuna í bókmerki. Sjáumst á bókasafninu.

Þátttaka í stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi staðfest

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 8. september var samþykkt samhljóða að taka þátt í stofnun svæðisgarðs á Snæfelsnesi. Grundarfjarðarbær var því fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja með formlegum hætti þátttöku í þessu sameiginlega verkefni Snæfellinga.  

Haustlitaferð í Hnappadal

Ferðafélag Snæfellsness mun standa fyrir haustferð sunndaginn 11. september n.k. Mæting á einkabílum kl.11:00. að býlinu Hraunholtum vestan Hlíðarvatns í Hnappadal. Gengið er vestur yfir Gullborgarhraun eftir gamalli leið að bænum Syðri Rauðamel.