Umsjónarmaður fasteigna

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni eru alhliða umsjón og eftirlit með húseignum bæjarins, samskipti og þjónusta við notendur húsnæðis og eftirlit með útgjöldum. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana. Næsti yfirmaður er skipulags- og byggingarfulltrúi.   Hæfniskröfur: -         Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og útsjónarsemi -         Geta til að vinna sjálfstætt og takast á við fjölbreytt verkefni -         Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun er æskileg -         Reynsla af rekstri, áætlanagerð og stjórnun er æskileg -         Rík þjónustulund, áhugi og metnaður -         Hæfni í mannlegum samskiptum  

Auglýsing um rekstur á Kaffi Emil sumarið 2014

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að bjóða í rekstur Kaffi Emils á Grundargötu 35 (Sögumiðstöð).   Um er að ræða rekstur veitingastaðar með einfaldar veitingar þar sem aðaláhersla er lögð á kaffiveitingar.    Samningstíminn er frá 15. maí til 15. september 2014 með möguleika á framlengingu næstu þrjú sumur.   Umsækjendur verða metnir eftir hæfni og verður þar meðal annars litið til reynslu af þjónustu við ferðamenn, reynslu af veitingarekstri og annarra þátta tengdum þjónustu. Leitað er eftir metnaðarfullum rekstraraðila.   Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2014.   Tilboðum skal skilað til menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðar, netfang: alda@grundarfjordur.is.   Menningar-og markaðsfulltrúi veitir allar nánari upplýsingar í síma 895-7110.      

Bæjarstjórnarfundur

169. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 13. mars 2014, kl. 16:30.  

Öskudagur á leikskólanum Sólvöllum

Það var líf og fjör á leikskólanum Sólvöllum á Öskudaginn. Framsveitin skemmti sér á öskudagsballi og gæddu þau sér á veitingum í boði foreldrafélagsins að balli loknu.    Sjá myndir hér.   

Rauða Kross deild Grundarfjarðar

Aðalfundur Grundarfjarðardeildar RKÍ,verður haldinn þriðjudaginn 11. mars n.k. í Verkalýðshúsinu, Borgarbraut 2, kl. 20.00   Venjuleg aðalfundarstörf Gestir fundarins m.a. Guðjón Svansson frá Neyðarmiðstöðinni og Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisstarfsmaður.   Allir velkomnir   Stjórnin  

Kaflaskil hjá bæjarstjóra

Nú er langt liðið á kjörtímabilið og undirbúningur að því næsta löngu hafinn. Fyrir mig persónulega hafa undanfarin fjögur ár verið viðburðarík og gefandi. Það eru forrétttindi að fá að gegna starfi bæjarstjóra í svo góðu samfélagi sem Grundarfjörður er. En allt hefur sinn tíma.   Ég hef tilkynnt bæjarfulltrúum að ég muni láta af starfi bæjarstjóra að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor.   Hvað tekur við hjá mér og fjölskyldu minni er með öllu óljóst á þessari stundu og tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.   Kveðjustund bíður betri tíma enda eru nokkrir mánuðir enn eftir af kjörtímabilinu.   Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri  

Hlutastörf í boði í Ólafsvík og Grundarfirði

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir hlutastörf  laus til umsóknar.   Í Ólafsvík, heimaþjónusta  á eitt heimili og félagsleg liðveisla. Í Grundarfirði, félagsleg liðveisla.   Frekari upplýsingar um störfin veita: Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi heimaþjónustu Birta Antonsdóttir, ráðgjafi málefna fatlaðs fólks   Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sem og sakavottorð berist til skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ eða á netföng ráðgjafa FSS; berghildur@fssf.is; eða birta@fssf.is   Umsóknarfrestur er til og með  20. mars.   Forstöðumaður  

Rauði krossinn

Rauða kross vinir vinna nú hörðum höndum að því að útbúa pakka fyrir börnin 0 - 1 árs í Hvíta- Rússlandi eins og undanfarin 5 ár. Við þiggjum allar góðar gjafir, nú vantar sérstaklega frotte lök til að sauma bleyjur úr.   Saumað er í Sögumiðstöðinni á miðvikudögum frá kl 13:00.   Á síðasta fundi bárust þessi stórkostlegu ungbarnateppi, Auk þess stór poki fullur af ungbarnafatnaði. Kærar þakkir vinir og velunnarar RKÍ. Endilega komið við og sjáið hvað hægt er að töfra fram með hugvitseminni!  

Rekstur vatnsveitunnar kominn í jafnvægi

Rekstur vatnsveitu Orkuveitunnar í Grundarfirði er kominn í gott horf eftir truflanir snemma vikunnar. Tilmæli til íbúa um að spara vatn eru ekki lengur í gildi þó skynsamleg umgengni sé áfram brýnd fyrir fólki þar eins og annarsstaðar.

Minnum á hugmyndasamkeppnina

Grundarfjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Sögumiðstöð, Grundargötu 35. Á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar á starfsemi hússins átt sér stað. Húsið gegnir nú hlutverki menningar- og samfélagsmiðstöðvar. Þangað geta félagasamtök og klúbbar leitað og fengið aðstöðu fyrir fundi.   Sjá nánar hér!