Sjávarútvegssýningin 2014

Sjávarútvegssýningin hófst í Fífunni í Kópavogi í morgun og verður hún opin dagana 25.-27. september. Grundarfjarðarhöfn og fyrirtæki tengd sjávarútvegi í Grundarfirði eru með bás á sýningunni. Allir velkomir.    

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Í tilefni af 10 ára afmæli Fjölbrautarskóla Snæfellinga verður opið hús í skólanum þann 30. september og 1. október. Allir velunnarar FSN eru hvattir til að koma á skólatíma frá kl. 8:30-15:50 og kynna sér starfsemi skólans.   Jón Eggert Bragason, skólameistari 

Umsóknir um styrki árið 2015

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2015 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. október 2014.   

Mennta- og menningarmálaráðherra í Grundarfirði

Illugi Gunnarsson býður Grundfirðingum að koma til fundar við sig og ræða um hvernig megi bæta menntun barna okkar. Hann ætlar að kynna hvítbók sína um menntun og hvernig megi bæta læsi og námsframvindu.   Fundurinn hefst kl 20.00 í Samkomuhúsinu. Allir velkomnir.   Nánari upplýsingar hér.  

Vinahúsið

Byrjum aftur eftir sumarfrí á morgun 17. september.   Sjá nánar hér.   

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2014

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2014. Þetta er í fimmta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Myndefni samkeppninnar í ár er Fólk að störfum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2014 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.  

Hreyfivikan 29. september - 5. október

    Grundarfjarðarbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) dagana 29. september – 5. október næstkomandi. Hreyfivikan er unnin í samstarfi við UMFÍ. Markmið Hreyfiviku er að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og hvetja fólk til að taka þátt í því. Meðal þess sem í boði verður hér eru opnar æfingar UMFG. Þá verða allir skipulagðir æfingatímar opnir og gefst börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prufa ákveðna grein án endurgjalds. Grundarfjarðarbær hvetur félagasamtök, fyrirtæki, þjálfara og alla þá sem eru áhugasamir um hreyfingu að taka þátt í vikunni. Dagskráin er í vinnslu og eru bæjarbúar hvattir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við menningar- og markaðsfulltrúa í netfangið alda@grundarfjordur.is  

Síðasti starfsdagur Matthildar í stöðu leikskólastjóra

Síðasti dagur Matthildar sem starfandi leikskólastjóri var síðastliðinn föstudag. Hún hættir nú að eigin ósk í þeirri stöðu. Matthildur hefur verið starfsmaður leikskólans frá upphafi, eða í tæp 38 ár og síðustu sex árin sem leikskólastjóri. Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórnar og Sigurlaug Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, færðu Matthildi blómvönd og þökkuðu henni vel unnin störf sem leikskólastjóra. Það er mikið lán fyrir Grundarfjarðarbæ að fá áfram að njóta starfskrafta hennar í 50% stöðugildi við leikskólann.      

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði þriðjudaginn 16. september við Samkaup - Úrval frá kl.12-17.   

Bókasafn Grundarfjarðar í vetur

Bókasafnið og Upplýsingamiðstöðin í Sögumiðstöðinni verður opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14:00 - 18:00. Allir velkomnir.