G. Run hlaut á dögunum viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann. Morgunblaðið veitir 10 vaxtabroddum í íslensku atvinnulífi viðurkenninguna. í umfjöllun Morgunblaðsins um G. Run segir meðal annars að fyrirtækið sé stólpi atvinnulífs í sinni heimabyggð.
Grundarfjarðarbær óskar G. Run til hamingju með viðurkenninguna.
Bókasafnið í Sögumiðstöðinni tekur þátt með nokkur þúsund öðrum bókasöfnum og skólum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Upplestur við kertaljós mánudaginn 10. nóv. kl. 18.
Lesið verður úr þessum bókum:
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal: Skrímslaerjur
Tove Jansson: Eyjan hans Múmínpabba
Stefan Spjut: Stallo.
Athugið ranga dagsetningu í Jökli; >> 10. nóv
Heitt og kalt á könnunni.
Litir og blöð til reiðu fyrir börnin alla vikuna. Myndasýning í Bæringsstofu.
Sjá teikninga- og myndaefni á vefsíðunni Bibliotek.org
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015
Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 948/2014 í Stjórnartíðindum
Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2014.
Fiskistofa 31. október 2014
Þessa dagana fara fram tilnefningar á íþróttamanni ársins. Eins og reglur um kjörið segja til um eru forsvarsmönnum íþróttafélaga á staðnum afhent eyðublöð sem svo skal skilað á bæjarskrifstofuna. Þeir sem hafa áhuga á að koma hugmyndum að tilnefningum á framfæri er bent á að hafa samband við forsvarsmann viðkomandi íþóttafélags.
Starfandi íþróttafélög í Grundarfjarðarbæ eru:UMFGGolfklúbburinn VestarrHesteigendafélag Grundarfjarðar
Skotgrund
Félag eldri borgara
Notendur Bókasafns Grundarfjarðar geta skráð sig í opinn hóp á allirlesa.is. Hægt er að stofna fleiri hópa t.d. barnahópur, bekkir í grunnskólanum, afa- og ömmuhópur. Notandanafn og lykilorð er BokaGrund.
Föstudaginn 24. október nk. verður bæjarskrifstofan opin milli kl. 10 og 12 fyrir hádegið. Vegna starfsdags starfsmanna verður skrifstofan lokuð eftir hádegið.
Verkfall tónlistarkennara í FT hefst miðvikudaginn 22.október.
Starfsemi Tónlistarskóla Grundarfjarðar leggst af þar til samningar við sveitarfélögin hafa náðst.
Skólastjóri.
Grundarfjarðarbær hefur til leigu 3ja herbergja íbúð í parhúsi. Íbúðin er 90 ferm. og er laus frá 1. desember nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2014.