Íbúð á Hrannarstíg 18

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 10% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 57,5 ferm.    Umsóknarfrestur er til 21. september  2014.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað   

Vel heppnaður forvarnadagur

Forvarnardagurinn var haldinn í annað skiptið í Grundarfirði í gær 9. september. Dagurinn var vel heppnaður og var þátttakan góð. Slökkviliðið vakti mikla lukku í leik- og grunnskólum Grundarfjarðar þegar meðlimir þess fræddu börnin um brunavarnir. Vís og Arion banki gáfu endurskinsmerki.   Þorlákur Árnason þjálfari og starfsmaður KSÍ hélt áhugaverðan fyrirlestur um markmiðasetningu og hæfileika fyrir nemendur fjölbrautaskólans.   Forvarnardeginum lauk svo með kynningarfundi CoDA í Bæringsstofu.    

Bæjarstjórnarfundur

177. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 11. september 2014, kl. 16:30.  

Rökkurdagar 2014

Nú er farið að halla að hausti og undirbúningur Rökkurdaga að hefjast. Hátíðin í ár stendur yfir frá 9. - 14. október. Bæjarbúar og félagasamtök eru hvött til að taka þátt og koma með tillögur.  Þeir sem eru með hugmyndir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Öldu Hlín, menningar- og markaðsfulltrúa í netfangið alda@grundarfjordur.is.  Frestur til að skila inn tillögum er til og með 28. september.  

Bókasafnadagurinn og alþjóðadagur læsis

Lestur og læsi er málefni Bókasafnsdagsins og á vel við á Alþjóðadegi læsis. Markmið bókasafnsdagsins er að venju að vekja athygli á öllu því mikilvæga starfi sem unnið er á öllum tegundum bókasafna og nauðsyn þeirra fyrir samfélagið. Fylgist með í fjölmiðlum. Skoðið veggspjald með uppáhaldssögupersónum bókasafnafólks. Kosningu vegna bókaverðlauna barnanna er lokið og síðustu forvöð að skila seðlum inn á bókasafnið í Sögumiðstöðinni í dag.  

Forvarnardagurinn 9. september

Á síðasta ári ákvað íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar að halda forvarnardag í Grundarfirði. Dagurinn 9. september varð fyrir valinu og verður forvarnardagurinn nú haldinn í annað skiptið. Dagskráin í ár er fjölbreytt en markmiðið er að ná til sem flestra.   Í ár verður dagskráin á þessa leið:   Vís gefur nemendur leik- og grunnskóla endurskinsmerki. Leikskólinn: Börnin í leikskólanum fá heimsókn frá slökkviliði   Grundarfjarðar. Grunnskólinn: Slökkvilið Grundarfjarðar mætir í skólastofur og fer yfir helstu brunavarnir. Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Þorlákur Árnason, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, ræðir við nemendur um það hvernig eigi að finna hæfileikum sínum farveg og markmiðasetningu. Hann mun einnig ræða almennt um forvarnir. Bæringsstofa: Fræðslu og kynningarfundur  CoDA. CoDA er félagsskapur karla og kvenna sem tekst á við meðvirkni sem ákveðið rof í andlegri vitund einstaklings. Fundurinn hefst kl. 20:00. Heitt á könnunni.   Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar.  

Nýr leikskólastjóri á Leikskólann Sólvelli

Björg Karlsdóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla og hóf störf í byrjun september. Björg hefur langa reynslu sem leikskólakennari og starfaði m.a. sem leikskólastjóri á Reykhólum og sem aðstoðarleikskólastjóri í Færeyjum. Björg hefur góða reynslu í uppbyggingu á starfi leikskóla.   Björg tekur við af Matthildi Guðmundsdóttur, sem hættir nú að eigin ósk sem leikskólastjóri. Matthildur hefur verið starfsmaður leikskólans frá upphafi, eða í tæp 38 ár og síðustu sex árin sem leikskólastjóri. Það er mikið lán fyrir Grundarfjarðarbæ að fá áfram að njóta starfskrafta hennar í 50% stöðugildi við leikskólann.   Um leið og Matthildi eru þökkuð góð störf er Björg Karlsdóttir boðin hjartanlega velkomin til starfa.  

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar.

Fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 – 21:30. Fundarstaðir: FSN Grundarfirði og Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði. Starfsmenn Fjölbrautaskóla Snæfellinga  kynna starfsemi skólans.   Dagskrá:    

Tillaga að Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæfellsnes. Í tillögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfisskýrslu, er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli atvinnulíf og byggð á svæðinu.