Viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða í Grundarfirði

  Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri veitti viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða ársins 2016   Skipulags- og byggingarnefnd Grundarfjarðarbæjar ákvað að veita viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða í bænum árið 2016. Það voru hjónin Jón Snorrason og Selma Friðfinnsdóttir sem hlutu viðurkenninguna í flokki heimila en í flokki fyrirtækja var það Bjargarsteinn Mathús sem hlaut viðurkenningu.   

Frábær bæjarhátíð að baki

    Bæjarhátíðin Á góðri stund fór einstaklega vel fram um nýliðna helgi og var mikið líf og fjör í bænum þessa daga. Heilmikil og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa var í boði alla helgina auk þess sem hverfin í bænum kepptu sín á milli í hinum ýmsu greinum, svo sem körfubolta, pílukasti, kubbi og auðvitað skreytingum ásamt fleiru.  

Laus störf leikskólakennara á Sólvöllum

     Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði, auglýsir eftir deildarstjórum og sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55.  

Sýning á verkum Rósu Njálsdóttur í Sögumiðstöðinni

      Grundfirðingurinn Rósa Njálsdóttir verður með sýningu á verkum sínum í Sögumiðstöðinni næstu dagana. Sýning Rósu, Fólkið mitt, fjöllin og fjörðurinn, var opnuð í morgun og mun standa til 1. ágúst næstkomandi. Rósa er í Sögumiðstöðinni í dag og verður þar einnig af og til yfir helgina.  

Starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar

    Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

Hátt í 5.000 manns stigu á land í Grundarfjarðarhöfn í morgun

    Nú stendur yfir bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund og mikið líf er í bænum í tengslum við hana. Það bættist heldur betur við fólksfjöldann í dag þegar tvö skemmtiferðaskip sigldu inn fjörðinn með samtals 4.300 manns.  

Lokanir á hafnarsvæði 22.-23. júlí

Föstudaginn 22. júlí og laugardaginn 23. júlí verður hafnarsvæðið skermað af með lokunum. Lokanirnar eru á Borgarbraut neðan Grundargötu og á Nesvegi sunnan Hrannarstígs. Grundfirðingar og gestir eru beðnir um að virða lokanirnar.  

Góðir gestir frá Paimpol færðu Grundarfjarðarbæ gjöf

    Það var mikið fjör í Sögumiðstöðinni síðastliðinn þriðjudag þegar 36 hressir Frakkar frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar, sátu þar að snæðingi í hádeginu. Hópurinn hefur verið að ferðast hringinn í kringum Ísland en kom við í Grundarfirði til að afhenda formlega upplýsingaplatta til að setja við minningarkrossinn á Grundarkambinum.  

Lokun gatna vegna malbikunarframkvæmda

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að taka tillit til þess að nýmalbikaðar götur þurfa að vera lokaðar til miðvikudagsmorgunsins 13. júlí.  

Malbikunarframkvæmdir

Vegna malbikunarframkvæmda sem standa munu yfir frá hádegi mánudaginn 11. júlí og allan þriðjudaginn 12. júlí, verður takmörkuð umferð um Borgarbraut, frá Hlíðarvegi að Grundargötu. Einnig verða framkvæmdir við botnlanga í Sæbóli.   Íbúar eru beðnir um að sýna þessu skilning.