Bæjarstjórnarfundur

Fundarboð 207. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13. september 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30   Dagskrá:  

Tímabundið starf skipulags- og byggingafulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfmanni í tímabundið starf skipulags- og byggingafulltrúa. Um er að ræða afleysingu í þrjá mánuði frá 12. september 2017. Hlutastarf kemur til greina.   Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku og skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

Blóðbankabílinn

 

Auglýsing um íbúafundi

 

Baðvörður óskast í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar

     Grundarfjarðarbær auglýsir eftir baðverði í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar til að sinna baðvörslu og þrifum. Vinnutími er frá kl 15:50 mánudaga til fimmtudaga.  

Vetraropnun Sundlaugar Grundarfjarðar

    Nú er hafin vetraropnun í Sundlaug Grundarfjarðar. Sú nýbreytni verður í vetur að sundlaugin verður opin fram á haustið eins lengi og veður leyfir en eftir það verða heitu pottarnir og vaðlaugin opin í allan vetur. Vetraropnunartímar verða eftirfarandi:   Mánudagar - miðvikudagar kl 7-8:30 og 17-21 fimmtudagar - föstudagar kl 7-8 og 17-21 laugardagar kl 13-17  

Íbúð til leigu

Leiguíbúð að Grundargötu 65 er laus til umsóknar. Íbúðin er fjögurra herbergja og 88 fermetrar.   Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, sími 430 8500.   Sótt er um íbúðina hér!     Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2017.    

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 57,5 ferm.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Sjá nánar reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara. Sótt er um með því að fylla út umsóknarform hér fyrir neðan.   Umsóknarfrestur er til 1. september 2017.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað    

Augnlæknir og Háls, nef og eyrnalæknir

Augnlæknir Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 24. ágúst n.k.   Háls-, nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 1.sept. n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350 (ath. börn 2-18 ára þurfa tilvísun frá lækni)    

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 26 klst. á mánuði. Vinnutími er sveigjanlegur.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk.   Sækja um ræstingastarf