Útboð - snjómokstur 2017

Grundarfjörður óskar eftir tilboðum í snjómokstur í bænum frá nóvember 2017 til júní 2021.   Tilboðsgögn má nálgast á hér á heimasíðunni og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar Borgarbraut 16. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eigi síðar en kl. 11, mánudaginn 23. október og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn    

Grundfirðingar verðlaunaðir á uppskeruhátíð

    Uppskeruhátíð Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu yngri flokka fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík föstudaginn 22. september. Fjórir flottir Grundfirðingar fengu þar viðurkenningar fyrir árangur sinn í boltanum í sumar.   Grundarfjarðarbær óskar þessum flottu fótboltakrökkum innilega til hamingju með árangurinn!  

Fjárhagsáætlun 2018 - umsóknir um styrki

  Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. október 2017.      

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar

    Smellið á mynd til að stækka  

Orðsending vegna hundahalds í Grundarfjarðarbæ

Hundahald í Grundarfjarðarbæ er heimilað að fengnu leyfi og með tilteknum skilyrðum, sem sett eru fram í samþykkt um hundahald í Grundarfirði.   Að gefnu tilefni er minnt á það að lausaganga hunda er alfarið bönnuð í þéttbýli bæjarins.   Eigendur eru beðnir um að virða þessar reglur svo ekki þurfi að koma til þess að viðkomandi hundar verði handsamaðir með tilheyrandi óþægindum.   Jafnframt er mikilvægt og skylt að hundeigendur hirði ávallt upp saur eftir hunda sína, en of mikið hefur borið á því að slíkt hefur ekki verið gert.   Um hundahald í Grundarfirði gilda samþykktir um hundahald  nr. 1194, sem einnig má finna á heimasíðu bæjarins. Allir hundaeigendur eru beðnir um að kynna sér samþykktirnar vel og virða þær reglur, sem þar eru framsettar.   Njótum þess að eiga dásamleg dýr og vini, sem hundarnir eru. Förum að settum reglum og tökum tillit til hvers annars.  

Tilkynning vegna sameiningarviðræðna

    Í byrjun september fóru fram íbúafundir í Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ um mögulega sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Dagskrá fundanna fól í sér stöðuyfirlit sveitarfélaganna, niðurstöður netkönnunar, mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar og áherslur og framtíðarsýn íbúa.  

Margnota Snæfellsnes

  Snæfellsnes hefur orð á sér fyrir frumkvæði í úrbótum umhverfismála; hefur m.a. fengið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, var valið meðal 100 grænustu áfangastaða heims og hefur síðast en ekki síst borið alþjóðlega EarthCheck umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaganna síðan árið 2008. Þeirri vottun þarf að viðhalda með stöðugum framförum í átt að sjálfbærara samfélagi.  

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV 2017-2018

 

Réttað á Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt um helgina

    Réttir verða á morgun, laugardaginn 16. september, á Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt í Kolgrafafirði. Reiknað er með að réttirnar hefjist upp úr klukkan 16 á báðum stöðum og eru allir velkomnir.  

Börnin á Sólvöllum fengu vatnsbrúsa að gjöf

    Yngstu börnin á leikskólanum Sólvöllum fengu á dögunum góða gjöf frá Arion banka. Hvert og eitt barn fékk sinn eigin vatnsbrúsa til að hafa inni á deild en hver brúsi er merktur með mynd af hverju barni. Gjöfin kemur að góðum notum og er mikil ánægja með hana. Á sama tíma gaf Arion banki sápukúlur til að leika með úti og hafa þær verið mikið notaðar úti við og vakið mikla gleði meðal barnanna. Leikskólinn Sólvellir þakka Arion banka kærlega fyrir góða gjöf.